Karatefélag Reykjavíkur

XIX European Gasshuku Róm 2001

XIX European Gasshuku Róm 2001

Sjö félagsmenn KFR fóru á 19. Evrópubúðirnar sem haldnar voru fyrir utan Róm á Ítalíu í bænum Frascati 15. -21. júlí. Þeir sem fóru voru Reinharð Reinharðsson, Bryndís Valbjarnardóttir, Heiða B. Ingadóttir, Finnur Þorgeirsson, Olga Olgeirsdóttir, María Pálsdóttir og Siguróli Jóhannsson. Fyrstu tvo dagana áttum við frí frá æfingum þar sem þá voru æfingar fyrir svartbeltara eingöngu. Fyrri daginn fórum við í skoðunarferð til Rómar en seinni daginn fórum við með leigubíl í vatnagarð til að liggja í sólbaði. Leigubílstjórinn tók reyndar vitlausann afleggjara af hraðbrautinn og varð að aka í hálftíma í átt til Napólí áður en hann gat snúið við aftur. Vatnagarðurinn var vel þess virði.

Næstu fimm daga fórum við á þriggja klst. æfingu á hverjum degi. Æfingarnar fóru fram í skautahöll í um hálftíma akstri með rútu frá hótelinu sem allir héldu til á. Kyu-gráðunum var skipt í nokkra hópa eftir gráðum og hæst gráðuðu kennararnir skiptust á um að kenna hverjum hóp. Seinnipartinn var farið í sólbað eða skoðunarferðir og á kvöldin labbað inn í miðbæ Frascati til að skoða mannlífið, borða ís eða fara á markaðinn.

Búðunum lauk með Sayanara partýi þar sem Sensei Higaonna veitti viðurkenningar til þeirra sem staðist höfðu dan-gráðupróf fyrr um daginn og þakkaði öllum fyrir að hafa lagt sig fram á æfingunum.

Ítölsku skipuleggjendurnir eiga lof skilið fyrir hnökralitla framkvæmd. Allir sem tóku þátt fóru sáttir á braut.

Rom01E

Gosbrunnarnir í Róm eru góðir til að kæla sig í.

Rom01D

Bryndís, Olga, Heiða og María að gæða sér á ítölskum ís.

Rom01B

Bryndís, Olga, Heiða, María og Finnur, Reinharð, Siguróli.

Rom01G

Beðið eftir rútunum sem fóru með okkur í skautahöllina.

Rom01C

Bryndís, Reinharð, María, Finnur, Heiða, Siguróli og Olga
komin á fyrstu æfinguna.

Rom01F
Olga fyrir utan húsið sem við gistum í.

 Rom01A

Íslendingarnir með Sensei Morio Higaonna í lok búðanna með Íslandsbókina sem við gáfum honum.

Reinharð Reinharðsson.