Karatefélag Reykjavíkur

Sænska bikarkeppnin í Kata 2004

Sænska bikarkeppnin í Kata 2004

Karatesamband Íslands sendi um helgina 27. – 28. mars 9 manna hóp, þar af 2 úr Karatefélagi Reykjavíkur, á hið árlega kata mót “Swedish Kata Trophy” eða “Kata Pokalen” eins og það er kallað í Svíþjóð. Það er skemmst frá því að segja að hópurinn náði frábærum árangri eða 7 verðlaunasætum en eftirfarandi unnu til verðlauna:

  • Vilhjámur Svan Vilhjálmsson: Brons í flokki svartbeltinga karla.
  • Ásmundur Ísak Jónsson: Gull í flokki 35-39 ára karla.
  • Sólveig Sigurðardóttir: Brons í flokki 18-20 ára svartbeltinga kvenna.
  • Auður Olga Skúladóttir: Brons í flokki 18-20 ára svartbeltinga kvenna.
  • María Helga Guðmundsdóttir: Gull í flokki 15 ára stúlkna
  • Andri Bjartur Jakobsson: Brons í flokki 15 ára drengja
  • Guðbjartur Ísak Ásgeirsson: Brons í flokki 14 ára drengja

katapokalen2004

Einnig fóru þeir Daníel Pétur Axelsson og Jón Ingi Þorvaldsson með hópnum. Þetta er stærsti hópur sem KAÍ hefur sent á erlent mót í mörg ár en undanfarin ár hafa mest verið sendir fjórir keppendur á erlend stórmót. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn!

Daginn fyrir mótið tók hópurinn þátt í eins dags æfingabúðum með Sensei Yoshimi Innue (8.dan Shito Ryu) og Sensei Katushiro Tsuyama (8.dan Shotokan) en meginviðfangsefnið var shitei kata eða staðlaðar kata, tvær úr hverjum stíl, sem skylda er að nota í fyrstu umferðum á kata mótum skv. reglum WKF. Þess má geta að Sensei Tsuyama er formaður tækninefndar WKF..