Sumarnámskeið Karatefélags Reykjavíkur

Sumarnámskeið hjá Karatefélagi Reykjavíkur 

Hin vinsælu sumarnámskeið Karatefélags Reykjavíkur eru fyrir börn á aldrinum 6-10 ára.

Á námskeiðinu fá börn að kynnast undirstöðuatriðum karateíþróttarinnar, jafnt innan dyra sem utan. 
Námskeiðin fara fram í aðstöðu Karatefélags Reykjavíkur í kjallara Laugardalslaugar. 
Það verður líf og fjör á námskeiðum félagsins enda verður:

 • Farið í sund
 • Farið í Húsdýragarðinn
 • Úti- og innileikir
 • Æft karate
 • Krakkar sem ekki hafa æft hjá félaginu fá auðvitað nýjan karategalla 

Eins og áður þá eru þessi námskeið með skemmtilegustu sumarnámskeiðum sem í boði eru. Einungis þrjú námskeið í boði en hægt að vera hálfan daginn frá kl. 09:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00 og eða allan daginn frá kl. 09:00 – 16:00.

Námskeið nr. 1 
Dagana 20. júní – 24. júní  

Námskeið nr. 2
Dagana 27. júní – 1. júlí 

Námskeið nr. 3
Dagana 15. ágúst – 19. ágúst

Skráning stendur yfir hjá Karatefélagi Reykjavíkur

Einnig er hægt að senda Karatefélaginu póst á kfr@simnet.is

Börn og foreldrar byrja saman í karate!

Karatefélag Reykjavíkur hefur síðustu misseri boðið upp að foreldrar geti komið og æft á sama tíma og börnin. Æfingar barna sem eru að feta sín fyrstu karatespor hjá KFR eru tvisvar í viku, frá kl. 17:15 – 18:00. Hefur þessi skemmtilega þjónusta mælst vel fyrir og hafa margir foreldrar nýtt sér byrjendanámskeið fyrir fullorðna til að taka sjálf sín fyrstu skref í karate á sama tíma og börnin. Athygli er vakin á því að KFR veitir 20% fjölskylduafslátt af æfingagjöldum

Skráning verðskrá er að finna hér

Haustæfingar KFR 2021

Haustdagskrá Karatefélags Reykjavíkur byrjar með formlegum hætti mánudaginn 23. ágúst með æfingum hjá byrjendum og framhaldshópi unglinga.

Æfingar hjá framhaldshópi barna, þeirra sem eru með gult belti og upp úr, byrja mánudaginn 30. ágúst en byrjendur barna hefja æfingar þriðjudaginn 31. ágúst.

Fullorðnir, framhaldshópur, hefja æfingar mán 30. ágúst en byrjendahópur, þeir sem eru með 5. kyu og minna, byrja þriðjudaginn 31. ágúst.

Foreldrar og forsjáraðilar barna geta nýtt frístundastyrk sveitarfélaga og þá veitir Karatefélag Reykjavíkur 20% fjölskyldafslátt ef fleiri en einn úr fjölskyldunni æfa hjá félaginu. KFR skorar á foreldra barna sem eru að koma í fyrsta skiptið að skrá sig á byrjendanámskeið fullorðinna. Æfingar byrjenda eru á sama tíma og því tilvalin leið fyrir alla fjölskylduna að æfa saman.

Skráningar á námskeið hjá KFR

Stundaskrá KFR veturinn 2021-2022

Sumar 2021

Nú eru byrjaðar sumaræfingar í kjallaranum og eru þær frá 1 júní til 23 ágúst 2021 á eftirfarandi tímum

.• Fullorðnir: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 18.00 – 19.15.

• Börn og unglingar framhaldshópur 7 kyu og hærri gráður: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.00 – 18.15.

Viljum minna á að allir sem nota eða nýta sér æfinga aðstöðu Karatefélagsins að einhverju leiti eiga að ganga frá æfingargjöldum nema um annað sé samið.

Viljum minna iðkendur sem eru í fullorðinshópum 17 ára og eldri að ganga frá æfingargjöldum.

Einhverjir iðkendur 17 ára og eldri eiga eftir að ganga frá æfingagjaldi þessa árs 2021 og síðasta árs 2020 og geta þeir haft samband með því að senda á kfr@simnet.is fyrirspurn hvað varðar æfingagjöld.

Allir sem eru utan félags eldri en 16 ára og ætla að mæta á sumaræfingar 2021 geta gengið frá sumaræfingagjaldi 15.000 kr inn á eftirfarandi reikning bankareikningur: 111-26-14141, kennitala: 450375-0209 og senda kvittun á kfr@simnet.is.

Skráning á sumarnámskeið stendur yfir

Líkt og síðasta sumar þá stendur Karatefélag Reykjavíkur fyrir sumarnámskeiði fyrir börn á aldrinum 6-10 ára í sumar.

Á námskeiðinu fá börnin að kynnast undirstöðu atriðum karateíþróttarinnar, jafn innan dyra sem utan. 
Námskeiðin fara fram í aðstöðu Karatefélags Reykjavíkur í kjallara Laugardalslaugar. 
Það verður nóg um að vera enda verður:

 • Farið í sund
 • Farið í Húsdýragarðinn
 • Úti- og innileikir
 • Æft karate
 • Krakkar sem ekki hafa æft hjá félaginu fá auðvitað nýjan karategalla 

Eins og áður þá eru þessi námskeið með skemmtilegustu sumarnámskeiðum. Einungis tvö námskeið í boði:

Námskeið nr. 1 
Dagana 14. júní – 25. júní  

Námskeið nr. 2
Dagana 28. júní – 1. júlí 

Skráning stendur yfir á frístundavef
Karatefélags Reykjavíkur
Einnig er hægt að senda Karatefélaginu póst á karatedo@simnet.is

Kíkið við í kjallarann

Karatefélagið hefur starfsemi 15 apríl 2021 .

Æfingar verða samkvæmt dagskrá og æfingatöflu sem er sú sama og fyrir lokun.Starfsætlun helst óbreytt.

Engar æfingar eru á eftirfarandi dögum á vorönn 2021 barna og unglinga 6-16 ára.

 • 13 maí fimmtudag uppstigningardagur.
 • 24 maí mánudagur annar í hvítasunnu, allir hópar.

Dagsetningar fyrir beltapróf (gráðun) vorannar 2021 og eru skráningar hafnar .

 • 20 maí fimmtudagur, börn 6-11 ára sem æfa á þriðjudögum og fimmtudögum.
 • 26 maí miðvikudagur, börn 6-11 ára og unglingar 12-16 ára sem æfa á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
 • 4 júní föstudagur fullorðnir 17 ára og eldri allir flokkar.

Síðustu æfingar vorannar 2021 eru eftirfarandi daga.

 • 27 maí fimmtudagur, börn 6-11 ára sem æfa á þriðjudögum og fimmtudögum.
 • 28 maí föstudagur, börn 6-11 ára og unglingar 12-16 ára sem æfa á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Sumaræfingar byrja frá og með mánudeginum 31 maí 2021 og verða eftirfarandi.

 • Unglingar 12 – 16 ára,  þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.00 – 18.15 .
 • Fulllorðnir 17 ára og eldri mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 18.00 – 19.15.

Lokun.

Vegna samkomutakmarkana verður öll íþróttastarfsemi á landinu og þar á meðal starfsemi Karatefélags Reykjavíkur felld niður frá deginum í dag 24 mars 2021 til 15 apríl 2021 .Sundlaug Laugardals verður lokað á miðnætti 24 mars 2021, ekki er vitað um hvenær opnun verður.Við komum til með að senda nánari upplýsingar þegar þær berast.Þið farið vel með ykkur á meðan þessu stendur.. sjáumst við fyrsta tækifæri í kjallaranum.

Aðalfundur

Aðalfundur KFR verður haldinn miðvikudaginn 21 apríl 2021 kl 19.30 í húsakynnum Karatefélags Reykjavíkur Sundlaugum Laugardals.

Venjuleg aðalfundastörf.

1.Fundarsetning.

2. Kosinn fundarstjóri og fundarritari.

3. Skýrsla stjórnar.

4. Reikningar ársins 2020.

5. Kosning formanns.

6. Kosning fjögurra stjórnarmanna.

7. Kosning tveggja varamanna.

8. Tillögur sem borist hafa til stjórnar.

9. Önnur mál.

Þeir sem vilja gefa kost á sér í formennsku, setu í stjórn eða hafa einhver málefni og tillögur sem þeir vilja leggja fyrir aðalfund, eru beðnir að senda á netfangið kfr@simnet.is ekki seinna en 12 apríl 2021.

https://www.facebook.com/events/193112622246782

Kveðja

Karatefélag Reykjavíkur

Æfingatafla vorönn 2021

Æfingatafla vorönn 2021

13 janúar komum við vonandi til með að opna fyrir 17 ára og eldri samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra.

Til að þetta gangi upp með tilliti til sóttvarna verður tímum 17 ára og eldri færðir aðeins fram.

Æfingatafla verður því eftirfarandi á vorönn þar til annað verður ákveðið.

Fullorðnir 17 ára og eldri framhaldsflokkur 5 – 1 kyu og dan gráður.

 • Mánudag, miðvikudag, föstudag kl.18.30 –  19.45.

Unglingar 12 – 16 ára byrjendur og börn framhald 6 – 11 ára.

 • Mánudag, miðvikudag, föstudag. Kl.17.00 – 18.00.

Fullorðnir 17 ára og eldri byrjendur og 10 – 6 kyu.

 • Þriðjudaga og fimmtudaga kl.18.30 – 19.45.

Börn 6 – 11 ára byrjendur og gul belti.

 • Þriðjudaga og fimmtudaga. Kl.17.30 – 18.15.