Samkomubann.

Karatefélag  Reykjavíkur hefur sett hlé á allar æfingar hjá öllum flokkum þar til samkomubanni er lokið.

Engar æfingar eru leyfðar í æfingar aðstöðu Karatefélagsins samkvæmt skipan rekstaraðila Sundlaugar Laugardals.

Jóla og Nýárs kveðja

Karatefélag Reykjavíkur óskar öllum iðkendum og velunnurum nær og fjær gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs og vill þakka kærlega fyrir þau liðnu ár og stundir sem við höfum átt í kjallaranum.

2019 hefur verið viðburðar og árangursríkt, keppendur, iðkendur og aðstoðarfólk Karatefélagsins hafa staðið í stórræðum á árinu, æft grimmt og keppendur unnið til fjöldra verðlauna og tilfinningin er sú að aldrei hafi skilað sér í kjallarann svona mikið af titlum og verðlaunum.

Þið farið vel og varlega með ykkur yfir hátíðarnar og við sjáumst endurnærð þegar æfingar byrja 6 janúar 2020 samkvæmt æfingatöflu.

Jóla og nýárs kveðja

Karatefélag Reykjavíkur.

Æfingar yfir hátíðarnar.

Hér er æfingar sem verða í boði yfir hátíðarnar.

 Skráning fyrir vorönn 2020 hefst 1 janúar 2020.

 Unglingar 12-16 ára og framhaldshópur barna 6-11 ára, síðasta æfing 2019 er föstudaginn 13 desember 2019.

 Fullorðnir 16 ára og eldri æfa frá og með 9 desember 2019, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 18.00 – 19.15.

Æfingar yfir hátíðar.

  • 23 desember 2019 mánudagur kl. 18.00 – 19.15.
  • 25 desember 2019 miðvikudagur, engin æfing.
  • 27 desember 2019 föstudagur kl. 18.00 – 19.15.
  • 30 desember 2019 mánudagur kl. 18.00 – 19.15.
  • 1 janúar 2020 miðvikudagur, engin æfing.
  • 3 janúar 2020 föstudagur kl 18.00 – 19.15.
  • 6 janúar 2020 byrja æfingar samkvæmt æfingatöflu.

 

 

 

Opnunar tímar Laugardalslaugar yfir hátíðarnar.

Þorláksmessa

06:30 – 18:00

Aðfangadagur

08:00 – 13:00

Jóladagur

LOKAÐ

Annar í jólum

12:00 – 18:00

Gamlársdagur

08:00 – 13:00

Nýársdagur

12:00 – 18:00

 

Karatefélag Reykjavíkur http://www.karatedo.is/

Sundlaugarhúsinu Laugardal, 104 Reykjavík, Sími: 553-5025 kfr@simnet.is

 

 

Gráðanir (beltapróf) haustönn 2019 og síðustu æfingar 2019.

Gráðanir (beltapróf) haustönn 2019 og síðustu æfingar 2019.

 

Börn 6-11 ára byrjendur+gult þriðjudaginn 26 nóvember kl 17.30 – 18.15.

Síðasta æfing fimmtudaginn 28 nóvember 2019.

 

Börn 6-11 framhaldshópur appelsínugult + lengra komnir miðvikudaginn 4 desember kl. 17.00 – 18.30.

Síðasta æfing föstudaginn 6 desember.

 

Unglingar miðvikudaginn 4 desember kl.17.00 – 18.30.

Síðasta æfing 11 desember 2019,

 

Fullorðnir 6 desember kl. 18.00 – 21.00.

Síðasta æfing samkvæmt æfingatöflu 14 desember 2019.

Æfingabúðir Sensei Jakob Kold 6 dan. IOGKF

Fimmtudaginn 31 okt. Föstudaginn 1 og laugardaginn 2 nóv. 2019 ætlar Sensei Jakob Kold 6 dan IOGKF frá Danmark að koma í heimsókn.
Æfingar verða eftirfarandi.
• Fimmtudagur 31 okt. 19.00-20.30. 16 ára og eldri allar gráður, kata Sanchin, Gekisai
• Föstudagur 1 nóv. 17.00-18.00. 12 to 16 ára allar gráður.
• Föstudagur 1 nóv. 18.15-19.15 16 ára og eldri 3 kyu -1 kyu og dan gráður, kata Sanchin/Seiyunchin.
• Föstudagur 1 nóv. 19.15-20.15, dan gráður, kata Tensho/Sanseru.
• Föstudagur 1 nóv. 20.15-21.00 3 dan til 5 dan. kata .
• Laugardagur 2 nóv. 10.00-11.00. 3 Kyu – 1 kyu og allar dan gráður, kata Sanchin/Shisochin.
• Laugardagur 2 nóv. 11.00-12.00 dan gráður, kata Tensho/Sepai.

Byrjendaæfingar haustönn 2019

Viltu koma og æfa á sama tíma og barnið þitt ?

Æfingar fyrir byrjendur barna og fullorðna byrja 3 september kl 17.30.

Karatefélag Reykjavíkur langar að kynna fyrir alþjóð og áhangendum þess þann valkost að nú geta foreldrar barna í byrjendaflokki og barna sem eru með gul belti 10 og 9 kyu æft á sama tíma.

Við ætlum að keyra æfingar í vetur fyrir byrjendur barna ásamt börnum með gul belti 9 og 10 kyu 6 – 11 ára frá kl 17.30 – 18.15 þriðjudaga og fimmtudaga.

Og byrjendur fullorðna ásamt þeim sem eru með gul belti 9-10 kyu fullorðna 17 ára og eldri æfa frá kl 17.30 – 18.30 þriðjudaga og fimmtudaga.

Minnum á 20% fjölskylduafslátt, skráning á http://karatedo.is/

Þetta samspil verður að veruleika ef næg þátttaka fullorðna næst.

Allir mega koma og prufa nokkrar æfingar sér til gamans og vonandi gagns.

Og hver veit kannski liggur framtíð þín og barna í karate íþróttinni.

Hlökkum til að sjá þig , kveðja allir í Karatefélgi Reykjavíkur.

 

Vetrarönn 2019

Skráningar eru hafnar fyrir byrjendur og framhaldsflokka fyrir haustönn 2019, sjá skráningar og verðskrá..

Nú fer að líða að því að vetrarstarf Karatefélagsins hefjist.

Nú fer að líða að því að vetrarstarf Karatefélagsins hefjist.

Æfingar fyrir alla flokka hefjast samkvæmt æfingartöflu mánudaginn 2 september 2019.

Það verða tvær breytingar á æfingartöflu.

  • Framhaldshópur barna 6-11 ára, 8 kyu (appelsínugult belti) og lengra komnir færast á mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og æfa frá kl. 17.00 – 18.00.
  • Byrjendahópur og 10 kyu fullorðna færast á þriðjudaga og fimmtudaga kl 17.30 – 18.30.

Við tökum hins vegar forskot á sæluna og hefjum æfingar fyrir framhaldshóp unglinga mánudaginn 26 ágúst 2019.

Sumarið og haustið.

Síðasta æfing samkvæmt æfingatöflu verður föstudaginn 24 maí 2019.

Sumaræfingar verða eftirfarandi.

Fullorðnir framhalds, 17 ára og eldri, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl 18.00 – 19.15.

Unglingar framhaldshópur 11-16 ára, miðvikudaga 17.00 – 18.00 út júní, sumarfrí frá 26 júní til 26 ágúst.

Æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu fyrir framhaldshópa 12 ára og eldri mánudaginn 26 ágúst 2019.

Skráning á haustönn 2019 fyrir alla hópa hefst 25 ágúst.

Æfingar fyrir byrjendur og 6-11 ára hefst þriðjudaginn 3 september.