Karatefélag Reykjavíkur

Gráðun

Byrjaðu að skrá þig í gráðun á þartil gerðu innritunarblaði í afgreiðslu.
Borðaðu vel gráðunardaginn með góðum morgunverð og næringarríkum og hollum mat yfir daginn og vertu búin(n) að drekka vel af vatni yfir daginn.
Komdu tímanlega fyrir gráðunina og gerðu upphitunaræfingar. Nauðsynlegt er að þátttakendur séu vel heitir áður en gráðun hefst.
Athugaðu vel hvort þitt nafn sé kallað upp þegar gráðun hefst.
Passaðu að galli þinn sé hreinn og snyrtilegur.
Gott er að taka með sér vatn í flösku eða íþróttadrykk til að drekka af þegar tækifæri gefst.

Gráðun tekur að jafnaði tvo til tvo og hálfan tíma.

Í meðfylgjandi skjali er að finna gráðunarkröfur I.O.K.G.F  fyrir hvert Kyu belti.

IOGKF_Kyu_Grade_Syllabus