Karatefélag Reykjavíkur

Pressumót 1985

Pressumót 1985

 

Fyrsta mót KAÍ var haldið 2. mars, eða tveimur dögum eftir stofnun sambandsins. Mótið var haldið í samvinnu við Samtök íþróttafréttaritara og kepptu landsliðið og pressuliðið í Íþróttahúsinu á Digranesi.

Góð stemming og spenna ríkti meðal hinna 300 áhorfenda í húsinu, því pressan stóð fyllilega í landsliðinu. Keppt var í 5 manna sveitum, þrjár umferðir. Landsliðið sigraði pressuliðið með 9 vinningum gegn 6 og fékk 56 stig gegn 46 stigum pressuliðsins.

Pressuliðinu stjórnaði Ævar Þorsteinsson en Ólafur Wallevik landsliðsþjálfari stjórnaði landsliðinu, en Atli Erlendsson var fyrirliði þess.

Í hléi sýndi Jónína Olesen kata og Ólafur Wallevik sjálfsvörn við fjöldaárás.

Í lok mótsins afhenti Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ keppnismönnum minjagrip um keppnina.

Eins og þessi keppni sýndi og sannaði, þá eru geysilega efnilegir menn á leiðinni upp.  Þess vegna ætti að viðhalda pressuliðsæfingum eins og landsliðsæfingum 2. – 3. í mánuði.

Ævar Þorsteinsson. Birtist í ársskýrslu KAÍ 1985..