Vorönn 2021 börn og unglingar fædd 2004 (16 ára) og yngri.
Ef aðstæður leyfa þá hefst vorönn 2021 hjá Karatefélagi Reykjavíkur með eftirfarandi dagskrá.
Námskeið fyrir börn og unglinga fædd 2004 og yngri hefjast hjá Karatefélagi Reykjavíkur mánudaginn 4 janúar 2021.
Æfingatafla 2004 (16 ára) og yngri.
-
Byrjendur börn 6-11 ára – þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17.30 til 18.15.
-
Börn 6-11 ára 10-9 kyu – hvít/gul og gul belti – þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17.30 til 18.15 .
-
Börn 6 – 11 ára framhaldshópur frá appelsínugulu belti – mánudagar, miðvikudagar og föstudagar 17.00 til 18.00 .
-
Unglingar 12 ára og eldri mánudagar, miðvikudagar og föstudagar 17.00 til 18.00.
Ekki vitað hvernig verður með vorönn 2021 fyrir iðkendur fædd 2003 (17 ára) og eldri vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarreglna fyrr en Heilbrigðisráðherra gefur út væntanlega nýjar forsendur samkomutakmarkana og sóttvarnareglna 10 janúar 2021.
ATH. Ekki verður opnað fyrir skráningar iðkenda fyrr en eftir janúar mánuð 2021 vegna óvissu í samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglna.
Annað sem þarf að skoða þegar opnar fyrir skráningar 2021.
Eins og áður hefur komið fram þá gaf Karatefélagið út að þeir sem hafa greitt eða notað frístundastyrk fyrir haustönn 2020 fái framlengt yfir á vorönn 2021 og stenst það.
Ef foreldrar og eða forráðamenn barna og unglinga sem skráðu börn sín á haustönn 2020 vilja nýta sér framlenginguna sem er í boði þá á ekki skrá á vefnum heldur senda inn skráningu á tölvupóstfangið kfr@simnet.is .
Þeir sem vilja hins vegar nota frístundastyrkinn fyrir vorönn 2021 þá er skráning á heimasíðunni okkar http://karatedo.is/ þar er að finna Skráning og greiðsla æfingagjalda og er sá styrkur vel þeginn.
Kveðja
Karatefélag Reykjavík.