Karatefélag Reykjavíkur

Aðstaða

Karatefélag býr yfir fyrirtaks aðstöðu til æfinga í kjallara Laugardalslaugar gengið er niður stiga milli búningsklefa karla og kvenna.
Iðkendur í Karatefélagi Reykjavíkur fá jafnframt kort sem veitir þeim frían aðgang að Laugardalslaug meðan þeir eru virkir meðlimir.
Aðstaðan samanstendur af tveimur stórum æfingasölum með fyrsta flokks aðstöðu til að æfa karate. Auk þess er að finna lyftingaraðstöðu sem stendur félagsmönnum til boða.