Karatefélag Reykjavíkur

Kumite þjálfun

Mikilvæg atriði í kumite þjálfun

Það er mjög mikilvægt að lágmarka alla áhættu á meiðslum. Þ.a.l skal Karateka eiga til taks; góm, hlífar á hendur og fætur. Þegar Kumiteiðkun fer fram, hvort sem er frjálst (jiyu kumite) eða ákveðnar tæknir(yakusoku) skal iðkandi hafa fulla vitund (focus) á því sem hann er að framkvæma. Aldrei skal láta reiði eða örvæntingu ná stjórn á Karate heldur meta aðstæður og hafa tjáskipti við félaga sinn.

Tæknileg atriði sem skal hafa til hliðsjónar;

1. Maai (fjarlægð)

Í Goju Karate er kjörfjarlægðin stutt. Hún er þó breytileg að vild og í keppniskumite er hún lengri. Fjarlægðin skal breytast eftir því hvaða aðgerð er í gangi. T.d kamae=tilbúinn í stöðu og Kobo=sóknarstaða eða varnartækni. Þannig breytist fjarlægð alltaf. Nauðsynlegt er að þjálfa sig í mismunandi fjarlægð.

2. Tímasetning

Eitt af markmiðum í Kumite er að skynja hvenær mótherjinn
er líklegur til að sækja eða hreyfa sig og nýta það augnablik
sér í vil (timing=counter). Þetta á sér skýra hliðstæðu í
Kendo.

3. Kimewasa (ráðandi tækni)

Þetta er tækni sem er árangursrík í eðli sínu en ekki notuð með 100% krafti/contact, heldur semi eða engum contact.
Karateka t.d tímasetur andstæðing og beitir slíkri tækni eða kemur með hana inn í bardagaferli.

4. Sjálfstjórn

Ef iðkendur láta reiði eða tilfinningar ráða Kumiteþjálfun sinni
er ekki um þjálfun að ræða. Bardaga andi (budospirit) er
æskilegur og felur í sér virðingu en ekki stjórnleysi. Stjórn á
þeirri tækni sem notuð er en samt ákveðni og fágun. Nota
skal skynsamlega mikið contact (sundome).

5. Kiai

Er birting á öndunartækni. Öndunin kemur í gegnum magastöð (tanden) í gegnum þynd og getur raddast. Þetta er mikilvægt að tímasetja rétt og nota til að skerpa einbeitingu.

6. Zanchin

(mental readiness) Bera virðingu fyrir aðstæðum og möguleikum í aðstæðunum. Zanchin=þá víkur t.d sjálfumgleði og hroki fyrir réttum viðhorfum.

7. Metsuke (Eye contact)

Það skal ekki horfa eingöngu í augu hins heldur á andlit og herðasvæði. Reyna að fá þá mynd sem vísar best á mögulegar hreyfingar. Ekki skal horfa á lappir eða einstaka líkamshluta eða á aðra iðkendur því slys geta orðið á slíkum augnablikum.

Kumite
“Hugsunin er hröð, hugurinn rólegur, líkaminn er léttur, sjónin skýr og tæknin er árangursrík”

.