UNGLINGAMÓT 2002 Í KUMITE
Unglingamót í Kumite var haldið í Íþróttahúsinu Austurbergi, laugardaginn 19. október 2002. Um 45 keppendur voru skráðir til keppni. Keppt var eftir nýsamþykktum reglum Alþjóða Karatesambandsins um keppni barna og unglinga. Völlurinn er hafður minni og tíminn styttri hjá keppendum yngri en 16 ára og tekið er strangar á allri snertingu í andlit. Mótið tókst í alla staði vel og mátti sjá marga efnilega karatemenn á vellinum. Dómarar voru Ólafur Helgi Hreinsson, Halldór Svavarsson, Bjarni Kærnested og Gunnlaugur Sigurðsson. Dómarar völdu pilt og stúlku sem þeim þótti hafa sýnt góða tækni og skarað framúr. Fyrir valinu urðu Ingibjörg Arnþórsdóttir, Þórshamri og Stefán Helgi Waagfjörð, Haukum og fengu þau viðurkenningargripi til eignar.
|