ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í KUMITE 2002
Laugardaginn 2. nóvember fór Íslandsmeistaramót í kumite fram í Fylkishöllinni í Árbæ. Mótið var nokkuð fjölmennt og hefur þátttakan aukist ár frá ári.
Það setti nokkurn svip á upphaf mótsins að ekki fengust nógu margir dómarar til að hægt væri að keppa á tveimur völlum samtímis. Úr því rættist þó er leið á daginn.
Mótið gekk vel fyrir sig og áttu sér stað margir mjög spennandi bardagar. Meistararnir úr þyngdarflokkum karla frá því í fyrra vörðu allir sína titla, Daníel Axelsson í -65kg, Halldór Svavarsson í -73kg, Jón Ingi Þorvaldsson í -80kg og Ingólfur Snorrason í +80kg.
Nýr meistari varð í opnum flokki karla, en Ingólf Snorrason Fylki vann opna flokkinn eftir mjög spennandi bardaga við sigurvegara síðasta árs, Jón Inga Þorvaldsson, Þórshamri.
Edda Blöndal varð meistari í opnum flokki kvenna 9 árið í röð. Nýr sigurvegari í -57kg flokki kvenna varð Jónína Olesen, Fylki, sem tók nú þátt eftir margra ára fjarveru en sigurvegari í +57 kg varð Edda Blöndal.
Í sveitarkeppni kvenna varði lið Þórshamars titil sinn frá því í fyrra eftir öruggan sigur á sveit Fylkis.
Mikið gekk á í sveitarkeppni karla sem oftast er hápunktur Íslandsmeistaramóts í kumite. Til úrslita kepptu sömu sveitir og í fyrra Þórshamar og Fylkir A og varði sveit Fylkis titilinn.
Karatedeild Fylkis varð Íslandsmeistari félaga eftir að stig höfðu verið reiknuð út, hluti 41 stig af 78 mögulegum.
Stig eru reiknuð eftir fjölda verðlauna sem félögin fá, 3 stig fyrir 1.sæti, 2 stig fyrir 2. sæti og 1 stig fyrir 3.sæti, síðan vegur sveitakeppni þrefalt í hverju sæti.
Dómarar á mótinu voru Helgi Jóhannesson, Olafur Wallevik, Bjarni Kærnested, Reinharð Reinharðsson, Jón Hákon Bjarnason og Allan Busk.
Úrslit í einstökum flokkum urðu sem hér segir;
|
Kumite karla -65 kg |
|
|
|
Kumite karla -73 kg |
|
1.sæti |
Daníel Pétur Axelsson |
Þórshamar |
|
1.sæti |
Halldór Svavarsson |
Fylkir |
2.sæti |
Hrafn Ásgeirssonson |
Þórshamar |
|
2.sæti |
Andri Sveinsson |
Fylkir |
3.sæti |
Hákon Bjarnason |
Fylkir |
|
3.sæti |
Ari Sverrisson |
Haukar |
4.sæti |
Magnús Gunnarsson |
Fylkir |
|
4.sæti |
Bragi Pálsson |
Þórshamar |
|
|
|
|
|
|
|
|
Kumite karla -80 kg |
|
|
|
Kumite karla +80 kg |
|
1.sæti |
Jón Ingi Þorvaldsson |
Þórshamar |
|
1.sæti |
Ingólfur Snorrason |
Fylkir |
2.sæti |
Konráð Stefánsson |
Fylkir |
|
2.sæti |
Pétur Freyr |
Fylkir |
3.sæti |
Sverrir Sigurðsson |
Fylkir |
|
3.sæti |
Helgi Snær Sigurðsson |
Þórshamar |
4.sæti |
Diego Björn |
Víkingur |
|
4.sæti |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Kumite kvenna -57 kg |
|
|
|
Kumite kvenna +57 kg |
|
1.sæti |
Jónína Olesen |
Fylkir |
|
1.sæti |
Edda L. Blöndal |
Þórshamar |
2.sæti |
Arna Steinarsdóttir |
Þórshamar |
|
2.sæti |
Kristín al Lahham |
Fylkir |
3.sæti |
Fjóla Þorgeirsdóttir |
KFR |
|
3.sæti |
Helga Enea |
KFR |
4.sæti |
Áslaug Þorsteinsdóttir |
Afturelding |
|
4.sæti |
Eydís Líndal Finnbogadóttir |
Akranes |
|
|
|
|
|
|
|
|
Opinn flokkur karla |
|
|
|
Opinn flokkur kvenna |
|
1.sæti |
Ingólfur Snorrason |
Fylkir |
|
1.sæti |
Edda L. Blöndal |
Þórshamar |
2.sæti |
Sverrir Sigurðsson |
Fylkir |
|
2.sæti |
Arna Steinarsdóttir |
Þórshamar |
3.sæti |
Jón Ingi Þorvaldsson |
Þórshamar |
|
3.sæti |
Jónína Olesen |
Fylkir |
4.sæti |
Helgi Snær Sigurðsson |
Þórshamar |
|
4.sæti |
Fjóla Þorgeirsdóttir |
KFR |
|
|
|
|
|
|
|
|
Liðakeppni karla |
|
|
|
Liðakeppni kvenna |
|
1.sæti |
Fylkir – A |
|
|
1.sæti |
Þórshamar |
|
2.sæti |
Þórshamar |
|
|
2.sæti |
Fylkir |
|
3.sæti |
Fylkir – B |
|
|
3.sæti |
|
|
Heildarárangur einstakra félaga;
Félag |
Gull |
Silfur |
Brons |
Heildarstig |
Fylkir |
5 |
6 |
4 |
41 |
Þórshamar |
5 |
4 |
2 |
31 |
KFR |
|
|
2 |
2 |
Haukar |
|
|
1 |
1 |
|