Karatefélag Reykjavíkur stendur fyrir öflugu barnastarfi fyrir börn á aldrinum 6-11 ára.
Markmið barnastarfsins miðar að því að efla eftirfarandi þætti hjá börnunum:
Sjálfstraust
Karate eykur oft sjálfstraust barnanna. Í karate er stefnt að raunhæfum markmiðum sem börnin ná með reglulegri ástundun. Karate kennir börnunum líka aga og meðvitund um eigin getu sem getur nýst þeim á öðrum sviðum í lífinu.
Sjálfsvörn
Börnin læra viðeigandi tækni miðað við aldur til sjálfsvarnar. Börn sem læra karate vita að aldrei má beita tækninni sem þau læra að óþörfu. Við trúum líka að hugurinn sé sterkasta vopnið þegar kemur að sjálfsvörn. Vitneskjan um að barnið geti varið sig mun auka sjálfstraust og sjálfsvitund þess og þar með minnka líkur á að það verði fyrir áreiti.
Líkamsrækt
Karate tekur mið af gerð mannslíkanans æfingar fyrir börn taka mið af þroska þeirra og getu. Stórir vöðvahópar eru þjálfaðir til að auka kraft. Teygjanleiki og hraðir vöðvaþræðir eru æfðir fyrir hraða og snerpu. Með auknum æfingum munu börnin öðlast samhæfingu hugar og handa.
Æfingar barna, byrjendur, eru tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17.15-18.00
Æfingar barna, framhaldshópur, eru þrisvar í viku á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 17-18