Viltu koma og æfa á sama tíma og barnið þitt ?
Æfingar fyrir byrjendur barna og fullorðna byrja 3 september kl 17.30.
Karatefélag Reykjavíkur langar að kynna fyrir alþjóð og áhangendum þess þann valkost að nú geta foreldrar barna í byrjendaflokki og barna sem eru með gul belti 10 og 9 kyu æft á sama tíma.
Við ætlum að keyra æfingar í vetur fyrir byrjendur barna ásamt börnum með gul belti 9 og 10 kyu 6 – 11 ára frá kl 17.30 – 18.15 þriðjudaga og fimmtudaga.
Og byrjendur fullorðna ásamt þeim sem eru með gul belti 9-10 kyu fullorðna 17 ára og eldri æfa frá kl 17.30 – 18.30 þriðjudaga og fimmtudaga.
Minnum á 20% fjölskylduafslátt, skráning á http://karatedo.is/
Þetta samspil verður að veruleika ef næg þátttaka fullorðna næst.
Allir mega koma og prufa nokkrar æfingar sér til gamans og vonandi gagns.
Og hver veit kannski liggur framtíð þín og barna í karate íþróttinni.
Hlökkum til að sjá þig , kveðja allir í Karatefélgi Reykjavíkur.