Sæl öll, eins og staðan er núna þá hefur ekki verið gefið út að skerðing verði á starfsemi Karatefélagsins fyrir utan almennar takmarkanir eins og t.d. hámark 20 fullorðnir í kjallaranum í einu..
Viljum biðja foreldra ef möguleiki er að skilja við börnin við aðgangshlið og börnin komi ein niður í kjallarann, ef það er ekki valkostur þá sendið á kfr@simnet.is athugasemdir þess efnis.Hér að neðan er samantekt hvað takmarkanir varðar.
Helstu ráðstafanir í gildi:Fjöldatakmörkun.
Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðast við 200 fullorðna. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin.Almenn nálægðartakmörkun. Sóttvarnarlæknir hvetur til að 1 metra nálægðartakmarkanir séu viðhafðar sem oftast í umgengi við aðra, sérstaklega óskylda eða ótengda aðila.
Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Þar sem ekki er hægt að tryggja 1 metra fjarlægð milli einstaklinga þarf að nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Nálægðartakmörkun í íþróttum. Snertingar eru heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum.
Aftur á móti skal virða 1 metra nálægðartakmörkun í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu einnig virða 1 metra nálægðartakmörkun. Þær íþróttagreinar sem ekki heyra undir ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) skulu setja sér leiðbeiningar eða fylgja sömu leiðbeiningum og sambærilegar íþróttagreinar innan ÍSÍ.
Sundlaugar og veitingastaðir þurfa að tryggja að gestir geti haft 1 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis.Starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf, líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir geri hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað milli notenda.