Gojy-ryu þýðir á japönsku hart mjúkt og er það einkennandi fyrir Goju ryu stílinn þar sem notaðar eru harðar og mjúkar tæknir. Go sem þýðir hart skírskotar til tækni með lokuðum hnefa eða árasum sem framkvæmdar eru í beinni línu. Ju sem þýðir mjúkt vísar til tækni með opinni hendi og hringlaga hreyfingum. Í Goju ryu stílnum er því stuðst við línulegar og hringlaga hreyfingar. Mikil áhersla er lögð á rétta öndun í öllum kötum Goju ryu stílsins.
Karatefélag Reykjavíkur er meðlimur í I.O.K.G.F (The International Okinawan Goju-Ryu Karate-do Federation).
Um Goju Ryu af Wikipedia