Karatefélag Reykjavíkur

Innanfélagsmót Karatefélags Reykjavíkur 1984

Innanfélagsmót Karatefélags Reykjavíkur 1984

 

Innanfélagsmót Karatefélagsins var haldið þann 8. desember í Íþróttahúsi Hvassaleitisskóla. Keppt var í kata og kumite.

Í kata náði Jóhannes Karlsson strax töluverðri forystu, harðari og jafnari barátta varð um annað og þriðja sætið. Til úrslita kepptu 5 manns. Margrét Björnsdóttir átti góða möguleika á verðlaunum, en mistókst í seinni kötunni og varð þvi af verðlaunum.

Í kumite var einnig hart barist og því nokkuð um refsistig. Jóhannes Karlsson sigraði aftur og það með glæsibrag.

Mótið gekk fljótt og vel fyrir sig. Yfirdómari var Árni Einarsson.

Úrslit urðu annars:

Kata:
1. Jóhannes Karlsson
2. Sigurjón Gunnsteinsson
3. Kári Ragnarsson og Halldór Svavarsson

Kumite:
1. Jóhannes Karlsson
2. Halldór Svavarsson
3. Konráð Stefánsson
4. Einar Guðbrandsson

 .