Karatefélag Reykjavíkur

ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í KATA 2002

ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í KATA 2002

Íslandsmeistaramótið í kata fór fram laugardaginn 23.mars í íþróttahúsinu við Hagaskóla.  Mótið var mjög fjölmennt, en 52 keppendur voru skráðir til keppni og 14 hópkatalið, en alls voru keppendur frá 6 félögum skráðir til leiks.  Katamótið var með nýju fyrirkomulagi, þar sem nú var keppt eftir úrsláttarfyrirkomulagi í stað þess að nota stig eins og hefur verið gert undanfarin ár, en flögg voru notuð til að gefa til kynna hvor aðilinn hefði sigrað.  Þetta fyrirkomulag þýðir að hver keppandi þarf að koma oftar inn á gólfið til að framkvæma kata og komast áfram í næstu umferð.  Úrsláttarfyrirkomulagið er í samræmi við reglur Alþjóða Karatesambandsins (WKF).Edda Lúvísa Blöndal og Ásmundur Ísak Jónsson, meistararnir síðan í fyrra vörðu titla sína í einstaklingskeppninni ásamt því að verða tvöfaldir meistara með sveitum sínum í Hópkata.  Karatefélagið Þórshamar vann alla íslandsmeistaratitlana ásamt því að fá flest stig yfir heildina og er því Þórshamar Íslandsmeistari félaga í kata.  Dómarar voru; Ólafur Wallevik Yfirdómari, Ólafur Hreinsson, Bjarni Kristjánsson, Árni Þór Jónsson, Gunnlaugur Sigurðsson, Karl Viggó Vigfússon og Helgi Hafsteinsson.

Úrslit í einstökum flokkum urðu sem hér segir;

Kata kvenna Kata karla
1.sæti Edda L. Blöndal Þórshamar 1.sæti Ásmundur Ísak Jónsson Þórshamar
2.sæti Sólveig Krista Einarsdóttir Þórshamar 2.sæti Helgi Jóhannesson Þórshamar
3.sæti Sólveig Sigurðardóttir Þórshamar 3.sæti Daníel P. Axelsson Þórshamar
4.sæti Eydís Líndal Akranes 4.sæti Davíð Sigþórsson KFR
Keppendur alls 17 Keppendur alls 31
Hópkata kvenna
1.sæti Edda Lúvísa Blöndal, Sólveig Krista Einarsdóttir, Hulda Axelsdóttir Þórshamar-A
2.sæti Sólveig Sigurðardóttir, Auður Olga Skúladóttir, Bylgja Guðmundsdóttir Þórshamar-B
3.sæti Sif Grétarsdóttir, Kristín al Lahham, Elsa Hannesdóttir Fylkir-A
4.sæti Arna Steinarsdóttir, Fríða Bogadóttir, Gerður Steinarsdóttir Þórshamar-D
Lið alls 6
Hópkata karla
1.sæti Ásmundur Ísak Jónsson, Helgi Jóhannesson, Bjarni Kærnested Þórshamar-A
2.sæti Halldór Svavarsson, Ingólfur Snorrason, Pétur Ragnarsson Fylkir-A
3.sæti Anton Kaldal, Davíð Sigþórsson, Rúnar Ingi Ásgeirsson KFR-B
4.sæti Birkir Björnsson, Atli Steinn Guðmundsson, Arnar Guðnason Þórshamar-D
Lið alls 8

Heildarárangur einstakra félaga;

Félag Gull Silfur Brons Heildarstig
Þórshamar 4 3 2 20
Fylkir 0 1 1 3
KFR 0 0 1 1
Akranes 0 0 0 0
Breiðablik 0 0 0 0
Haukar 0 0 0 0

 

 .