Karatefélag Reykjavíkur

ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í KUMITE 2001

ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í KUMITE 2001

Sunnudaginn 14.október fór Íslandsmeistaramót í kumite fram í íþróttahúsinu við Austurberg.  Mótið var mjög fjölmennt og hefur þátttakan aukist ár frá ári.  Mótið gekk vel fyrir sig og voru margir mjög spennandi bardagar sem áttu sér stað.  Meistararnir úr þyngdarflokkum karla frá því í fyrra vörðu allir sína titla, Daníel Axelsson í -65kg, Halldór Svavarsson í -73kg, Jón Ingi Þorvaldsson í -80kg og Ingólfur Snorrason í +80kg.  Nýr meistari varð í opnum flokki karla, en  Jón Ingi Þorvaldsson vann opna flokkinn eftir mjög spennandi bardaga við sigurvegara tveggja síðustu ára Ingólf Snorrason Fylki.  Edda Blöndal varð svo meistari í opnum flokki kvenna 8 árið í röð.  Í ár var í fyrsta skipti keppt í þyngdarflokkum kvenna en undanfarin ár hefur einungis verið keppt í opnum flokki.   Sigurvegari í -57kg kvenna varð Arna Steinarsdóttir, en sigurvegari í +57 kg varð Edda Blöndal.  Í sveitarkeppni kvenna varði A lið Þórshamars titil sinn frá því í fyrra eftir öruggan sigur á sveit KFR.  Mikið gekk á í sveitarkeppni karla sem oftast er hápunktur Íslandsmeistaramóts í kumite.  Til úrslita kepptu sömu sveitir og í fyrra Þórshamar og Fylkir, en Þórshamar hefur verið sigurvegarinn síðustu 3 ár.  Úrslitin réðust í síðasta bardaga þegar Halldór Svavarsson úr Fylki og Jón Ingi Þorvaldsson úr Þórshamri áttust við.  Viðureigninni lauk með sigri Halldórs og varð Fylkir Íslandsmeistari í sveitakeppni karla í fyrsta skipti.  Karatefélagið Þórshamar varð svo Íslandsmeistari félaga eftir að stig höfðu verið reiknuð út, hluti 46 stig af 90 mögulegum.  Stig eru reiknuð eftir fjölda verðlauna sem félögin fá, 3 stig fyrir 1.sæti, 2 stig fyrir 2. sæti og 1 stig fyrir 3.sæti, síðan vegur sveitakeppni karla þrefalt í hverju sæti og sveitakeppni kvenna tvöfalt.Úrslit í einstökum flokkum urðu sem hér segir;

Kumite karla -65 kg Kumite karla -73 kg
1.sæti Daníel P. Axelsson Þórshamar 1.sæti Halldór Svavarsson Fylkir
2.sæti  Bragi Þór Pálsson Þórshamar 2.sæti Steinn Stefánsson Þórshamar
3.sæti Konráð Sigursteinsson Fylkir 3.sæti Jón Viðar Arnþórsson Þórshamar
4.sæti Sveinn G. Þórhallsson Fylkir 4.sæti Guðmundur Jónsson KFR
Kumite karla -80 kg Kumite karla +80 kg
1.sæti Jón Ingi Þorvaldsson Þórshamar 1.sæti Ingólfur Snorrason Fylkir
2.sæti Sverrir Sigurðsson Fylkir 2.sæti Karl Viggó Vigfússon Þórshamar
3.sæti Rúnar Ingi Ásgeirsson KFR 3.sæti Bjarni Kærnested Þórshamar
4.sæti Konráð Stefánsson KFR 4.sæti Benedikt Helgason Fylkir
Kumite kvenna -57 kg Kumite kvenna +57 kg
1.sæti Arna Steinarsdóttir Þórshamar 1.sæti Edda L. Blöndal Þórshamar
2.sæti Snædís Baldursdóttir Þórshamar 2.sæti Sólveig Sigurðardóttir Þórshamar
3.sæti Kristín al Lahham Fylkir 3.sæti Heiða B. Ingadóttir KFR
4.sæti Bylgja Guðmundsdóttir Þórshamar 4.sæti Auður Olga Skúladóttir Þórshamar
Opinn flokkur karla Opinn flokkur kvenna
1.sæti Jón Ingi Þorvaldsson Þórshamar 1.sæti Edda L. Blöndal Þórshamar
2.sæti Ingólfur Snorrason Selfoss 2.sæti Karen Ósk Sigþórsdóttir KFR
3.sæti Karl Viggó Vigfússon Þórshamar 3.sæti Sólveig Sigurðardóttir Þórshamar
4.sæti Jón Viðar Arnþórsson Þórshamar 4.sæti Auður Olga Skúladóttir Þórshamar
Liðakeppni karla  Liðakeppni kvenna
1.sæti Fylkir – A 1.sæti  Þórshamar – A
2.sæti Þórshamar 2.sæti  KFR
3.sæti Fylkir – B 3.sæti Fylkir
4.sæti KFR 4.sæti Þórshamar – B

Heildarárangur einstakra félaga;

Félag Gull Silfur Brons Heildarstig
Þórshamar 7 6 4 46
Fylkir 3 1 4 22
KFR   2 2 8
Selfoss 1 2

 .