Karatefélag Reykjavíkur

Norðurlandamótið 1984

Norðurlandamótið 1984

Norðurlandamótið í karate var haldið í Karlstad í Svíþjóð þann 24. nóv. Til leiks voru mættir Norðmenn, NM-meistarar frá fyrra ári, Finnar, Svíar með einn heimsmeistara og silfurliðið af HM’84. Ísland mætti með lið og í fyrsta sinn var kvennmaður með til þátttöku. Liðið var skipað þeim Atla Erlendssyni, Árna Einarssyni, Ómari Ívarssyni og Jónínu Olesen frá KFR, Karli Sigurjónssyni Þórshamri og Stefáni Alfreðssyni frá Stjörnunni. Landsliðsþjálfari var Ólafur Wallevik.Mótið hófst með liðakeppninni. Fyrst kepptu Norðmenn við íslendinga. Það var spennandi keppni, því Norðmenn unnu aðeins með 4ra stiga mun (16-12). Svíar og Finnar gerðu því næst jafntefli, er er Finnarnir mættu Íslendingunum í keppninni þar á eftir, sigruðu þeir Íslendingana frekar auðveldlega. Aðeins Atli sigraði sína keppni á móti Prittoja. Norðmenn unnu síðan Svía og Svíarnir Íslendingana fremur auðveldlega. Finnar tryggðu sér síðan NM-titilinn, er þeir sigruðu Norðmenn.

Því næst hófst einstaklingskeppnin.
í -60 kg flokki voru þeir Atli og Árni meða keppenda. Atli sigraði Partanen frá Svíþjóð en tapaði síðan fyrir Koski. Árni tapaði fyrir Kiel, en sigraði síðan Alen.Kiel og Koski lentu báðir í úrslitunum, þar sem Koski sigraði. Íslendingarnir komust því í baráttuna um þriðja sætið í gegnum uppreisnarflokkinn og lyktaði því með sigri Atla. Þeir urðu því í 3ja og 4ða sæti. Þetta var því í annað sinn sem Ísland fær mann á pall á NM í karate.

Karl Sigurjónsson keppti í -65 kg flokki. Hann lenti á móti Stein Rönning frá Noregi, NM-meistaranum frá fyrra ári. Rönning vann, enda orðin mjög keppnisreyndur. Úrslitin urðu því að Ramon Malave, sænski heimsmeistarinn varð NM-meistari í ár, Arvid Lund annar og Rönninn þriðji.

NM84C

Stefán Alfreðsson að keppan við Finnlandsmeistarann Kim Waenerberg.

Í -70 kg flokki tapaði Stefán Alfreðsson fyrir Finnanum Waenerberg og svo aftur í uppreisnarflokknum fyrir Elafi frá Svíþjóð með frekar litlum mun. Úrslitin urðu því Donstello Svíþjóð fyrstur, Waenerberg annar og Elafi þriðji.

Í -70 kg flokki var enginn keppandi frá Íslandi. Þar sigraði Partanen frá Svíþjóð Hansen frá Noregi í úrslitum. Þriðji varð Alstadsather frá Noregi.

Ómar Ívarsson keppti í -80 kg flokki. Hann lenti á móti Podkorni frá Svíþjóð og NM-meistaranum frá fyrra ári. Hann sótti ekki gull í greipar Podkornis. En önnur úrslit þar urðu að Tuovinen frá Finnlandi var í fyrsta sæti, Svíinn Tell annar og Nyborg frá Noregi þriðji.

Í +80 kg flokki var enginn Íslendingur. Þar sigraði gamla kempan Turunen og landi hans Ari Viljarna varð annar. Halvorsen frá Noregi varð þriðji.

Íslenska kvenþjóðin átti í fyrsta sinn fulltrúa á NM. Jónína Olesen keppti í -53 kg flokki. Hún tapaði fyrsta bardaganum á móti gamalreyndir keppniskonu, Kauria frá Finnlandi. Í uppreisnarflokknum var hún á móti Johansen frá Noregi, en tapaði þar naumlega. Góður árangur hjá henni á sínu fyrsta NM. Úrslitin urðu því Laine frá Finnlandi vann, önnur varð Kauria og Myhren frá Noregi þriðja.

Í -60 kg flokki sigraði Varelius Finnlandi, önnur verð Engelstad Noregi og þriðja Edsta frá Svíþjóð.

Í +60 kg flokki var Kari Lund fyrst, síðan kom LIndqvist frá Svíþjóð og Trenkle frá Svíþjóð þriðja.

Í liðakeppni kvenna sigraði finnska liðið, það norska varð í öðru sætið og það sænska í því þriðja.

Á þessu móti var keppti í kata í fyrsta skipti til reynslu. Fáir keppendur voru mættir, enda vissu sumir seint um keppnina. Í kata karla sigrað Svíþjóðarmeistarinn Kee en Conny Ferm frá Svíþjóð kom rétt á eftir. Livrud frá Noregi verð þriðji. Ísland var ekki með keppandi í þessum flokki.

Í kata kvenna sigraði Lena Svenson en Marika Strömberg varð önnur en þær kepptu báðar fyrir Svíþjóð. Þriðja varð norksa stúlkan Höiby en Jónína Olesen varð fjórða.

Það skyggði nokkuð á að Danir mættu ekki á mótið en Danmerkurmeistaramótið var um sömu helgi. En fyrir Ísland má segja að mótið hafi komið vel út. Eitt brons og tvö í fjórða sæti.

Úrslit urðu:-60 kg kumite karla:
1. Kimmo Koski, Finnland
2. Christian Kiel, Svíþjóð
3. Atli Erlendsson, Ísland
4. Árni Einarsson, Ísland

-65 kg kumite karla:
1. Ramon Malave, Svíþjóð
2. Arild Lund, Noregi
3. Stein Rönning, Noregur
4. Martti Koponen, Finnland

-70 kg kumite karla:
1. Flavio Donstello, Svíþjóð
2. Kim Waenerberg, Finnland
3. Mehdi Elafi, Svíþjóð
4. Knut Selliseth, Noregur

-75 kg kumite karla:
1. Marko Partanen, Svíþjóð
2. Pål Erik Hanssen, Norgur
3. M. Alstadsather, Noregur
4. Robert Paajanen, Finnland

-80 kg kumite karla:
1. Olavi Tuovinen, Finnland
2. Göran Tell, Svíþjóð
3. Björn Nyborg, Noregur
4. Tapio Pirttrioja, Finnland

+80 kg kumite karla:
1. Jouko Laine, Finnalnd
2. Ari Viljarna, Finnland
3. Morten Halvorsen, Noregur
4. Erik Hjelpåsen, Noregur

-53 kg kumite kvenna:
1. Sari Laine, Finnland
2. Sari Kauria, Finnland
3. Anita Myhren, Noregur
4. Nina Johansen, Noregur

-60 kg kumite kvenna:
1. Ritva Varelius, Finnland
2. Maiken Engelstad, Noregur
3. Marie Edstav, Svíþjóð
4. Sari Nybäken, Finnland

+60 kg kumite karla:
1. Kari Lunde, Finnland
2. Yrsa Lindqvist, Finnland
3. Sofia Trenkle, Svíþjóð
4. Stine Nygård, Noregur

Liðakeppni karla:
1. Finnland
2. Noregur
3. Svíþjóð
4. Ísland

Liðakeppni kvenna:
1. Finnland
2. Noregur
3. Svíþjóð

Kata karla:
1. Paul Kee, Svíþjóð
2. Conny Ferm, Svíþjóð
3. Steinar Liverud, Noregur

Kata kvenna:
1. Lena Svenson, Svíþjóð
2. Marika Strömberg, Svíþjóð
3. Unni Höiby, Noregur
4. Jónína Olesen, Ísland

 .