Nú fer að líða að því að vetrarstarf Karatefélagsins hefjist.
Æfingar fyrir alla flokka hefjast samkvæmt æfingartöflu mánudaginn 2 september 2019.
Það verða tvær breytingar á æfingartöflu.
- Framhaldshópur barna 6-11 ára, 8 kyu (appelsínugult belti) og lengra komnir færast á mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og æfa frá kl. 17.00 – 18.00.
- Byrjendahópur og 10 kyu fullorðna færast á þriðjudaga og fimmtudaga kl 17.30 – 18.30.
Við tökum hins vegar forskot á sæluna og hefjum æfingar fyrir framhaldshóp unglinga mánudaginn 26 ágúst 2019.