Karatefélag Reykjavíkur

Opið er fyrir skráningar á haustönn

Haustönn hjá Karatefélagi Reykjavíkur hefst mánudaginn 28. ágúst nk. Vakin er séstök athygli á byrjendanámskeiði fyrir börn og foreldra en síðustu ár hefur félagið boðið upp á að foreldrar geti æft á sama tíma og börnin þar sem byrjendahópur fullorðinna er á sama tíma.

Mikil ásókn hefur verið í byrjendanámskeið félagsins síðustu misseri og hefur þurft að setja áhugasöm börn á biðlista. Við hvetjum því foreldra að huga að skráningu. Opnað verður fyrir skráningu föstudaginn 14. júlí

Æfingar þeirra sem eru að feta sín fyrstu karatespor hjá KFR eru tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga, frá kl. 17:15 – 18:00. Hefur þessi skemmtilega þjónusta mælst vel fyrir og hafa margir foreldrar nýtt sér byrjendanámskeið fyrir fullorðna til að taka sjálf sín fyrstu skref í karate á sama tíma og börnin. Athygli er vakin á því að KFR veitir 20% fjölskylduafslátt af æfingagjöldum

Hér er hægt að skoða æfingatöflu KFR

Skráning á haustönn er á Sportabler