Karatefélag Reykjavíkur

UNGLINGAMEISTARAMÓT Í KATA 2006

UNGLINGAMEISTARAMÓT Í KATA 2006

Unglingameistaramótið í kata 2006 var haldið í íþróttahúsinu Smáranum, Kópavogi, sunnudaginn 5. mars kl. 13:00. og lauk um kl. 18.30.

Það var frábær þátttaka á Unglingameistaramótinu í kata í Smáranum en 119 einstaklingar voru skráðir til keppni. Tuttugu og eitt lið voru skráð í hópkata. Það er skemmst frá því að segja að Karatefélag Akraness sigraði með miklum yfirburðum og eru því í fyrsta sinn Unglingameistarar félaga í kata. Í öðru sæti varð Breiðablik og Karatefélag Reykjavíkur í því þriðja.

Akurnesingar sigruðu í þremur flokkum af sex í einstaklingskata. Meistarar í einstökum flokkum urðu, Kristófer Ísak Karlsson, KFR f. 1993, Dagný Björk Egilsdóttir, KAK f. 1992, Daníel Þorgeir Arnarson, KAK, piltar f. 1990-1991, Ása Katrín Bjarnadóttir, KAK stúlkur f. 1990-1991, Andri Bjartur Jakobsson, KFR, piltar f. 1986-1989 og Björg Jónsdóttir, Breiðablik í stúlkur f. 1986-1989. Í hópkata sigraði lið frá Fylki, skipað þeim Eggert, Jóhönnu og Gunnhildi í flokki 1992-1993. Í flokki f. 1989-1991 sigraði lið frá KAK skipað þeim Ásu, Dagnýu og Aðalheiði. Í elsta flokki sigraði lið frá Haukum skipað þeim Antoni, Ísak og Kristjáni. Heildarúrslitin má sjá í töflu hér að neðan, sem og heildarstig félaganna. Veitt eru 3 stig fyrir fyrsta sætið, 2 stig fyrir annað sæti og 1 stig fyrir þriðja sæti en þegar keppni í karate endar með s.k. uppreisnarfyrirkomulagi fellur þriðja sætið tveimur í hlut. Í hópkata fást síðan tvöföld stig.

Einstök úrslit urðu:

KATA
Kata táninga f. 1993
1. Kristófer Ísak Karlsson KFR
2. Gunnhildur H Grétarsdóttir Fylkir
3. Jón Ágúst Stefánsson Breiðablik
3. Kristján Helgi Carasco Afturelding

Kata táninga f. 1992
1. Dagný Björk Egilsdóttir KAK
2. Aðalheiður Rósa Harðardóttir KAK
3. Jóhanna Brynjarsdóttir Fylkir
3. Snæbjörn Valur Ólafsson KFR

Kata pilta f. 1990-1991
1. Daníel Þorgeir Arnarson KAK
2. Goði Ómarsson KFR
3. Davíð Ó. Halldórsson Þórshamar
3. Pathpan Phumipraman Fjölnir

Kata stúlkna f. 1990-1991
1. Ása Katrín Bjarnadóttir KAK
2. Hekla Helgadóttir Þórshamar
3. Heiður Anna Helgadóttir Þórshamar
3. Brynja Halldórsdóttir KFR

Kata pilta f. 1986-1989
1. Andri Bjartur Jakobsson KFR
2. Tómas Lee Róberts Þórshamar
3. Guðbjartur Ísak Ásgeirson Haukar
3. Kristján Ó Davíðsson Haukar

Kata stúlkna f. 1986-1989
1. Björg Jónsdóttir Breiðablik
2. Guðrún Birna Ásgeirsdóttir KAK
3. Eyrún Reynisdóttir KAK
3. Arna Steinunn Tryggvadóttir Breiðablik

HÓPKATA
Hópkata táninga f. 1992-1993
1. Eggert, Gunnhildur og Jóhanna Fylkir
2. Hlynur Már, Ragnar og Jón Ágúst Breiðablik
3. Hafdís Erla, Hafdís og Valgerður KAK
3. Tómas, Helga og Arnar Breiðablik

Hópkata táninga f. 1989-1991
1. Ása, Dagný og Aðalheiður KAK
2. Daníel, Tómas og Bergþóra KAK
3. Hlynur, Steinar Orri og Guðmundur Kári Breiðablik
3. Arna Steinunn, Björg og Jóhanna Breiðablik

Hópkata juniora f. 1986-1988
1. Anton, Ísak og Kristján Haukar
2. Guðrún, Eyrún og Ingólfur KAK
3. Theórdór, Salvör og Geirrún Breiðablik

Heildarstig
KAK 30
Breiðablik 17
KFR 10
Fylkir 9
Haukar 8
Þórshamar 6
Afturelding 1
Fjölnir 1
Víkingur 0
Völsungur 0.