Nú fer að bresta á vetrarstarf 2020-2021 í kjallaranum í Laugardalslaug.
Æfingar haustannar 2020 hefjast mánudaginn 31. ágúst samkvæmt æfingatöflu.
Skráningar eru hafnar inn á heimasíðunni okkar http://karatedo.is/ .
Starfi Karatefélagsins verður hagað í samræmi við sóttvarnarreglur og þau samkomubönn sem eru í gildi og eða verða sett á.
Sumaræfingar halda áfram til föstudagsins 28 ágúst og viljum við minna alla á reglur og bönn sem eru í gildi hvað varðar covid19.
Karatefélgið hvetur allla iðkendur og velunnara þess að vera samstíga í kjallaranum og alls staðar í því ferli sem er í gangi að þrífa sig og spritta og forðast sem mest nánari snertingu.
Vonandi kemur veturinn 2020-2021 til með að þurrka út þetta ástand sem er í dag svo hægt sé að halda áfram í þeirri flottu vegferð sem við erum í.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja
Karatefélag Reykjavíkur