Karatefélag Reykjavíkur

1991-2000

1991

Sensei George kemur fjórum sinnum til landsins þetta ár enda töluverð áherslubreyting að skipta úr Goju-kai í Okinawa Goju-ryu. Æfingabúðirnar á þessum tíma voru sérstaklega stífar. Morgunæfingar kl. 8 á morgnanna auk hádegisæfinga og kvöldæfinga og ekki má gleyma öllum “stjörnuhoppunum”, ný og skemmtileg æfing sem allir félagsmenn KFR þekkja.
Halldór Svarvarsson keppir á NM og nær 3. sæti í -65kg flokki í kumite. KFR sigrar á Íslandsmeistaramótinu í Kata í 6 sinn.
Félagsmenn frá KFR fara á æfingabúðir og EM-IOGKF í Portúgal. Lið KFR lendir í 3. sæti í kumite.
Sigurjón Gunnsteinsson, Halldór Svavarsson og Konráð Stefánsson  frá KFR skipa hálft landsliðið í landskeppni við lið ASKA frá Englandi.
Halldór Svavarsson og Gretar Örn Halldórsson eru gráðaðir í shodan í Okinawan Goju-Ryu af Sensei George Andrews og var sýnt frá gráðunni í sjónvarpi.
Á Íslandsmótinu í kumite gjörsigrar KFR, hreppir öll gullverðlaunin 6 og auk þess 4 silfur og 1 brons.
Halldór Svavarsson er valinn karatemaður ársins.

1992

Nokkur festa er komin í starf karatefélagsins. Aðstaða félagsins í kjallara er löguð og gerð vistlegri.
Salvar Björnsson og Bjarki Björnsson sigra sína aldursflokka á Unglingameistaramótinu. Auk þess vinnast 4 silfur og 3 brons.
Halldór Svavarsson og Gretar Örn Halldórsson fara á IOGKF æfingabúðir í Frakklandi. Jónína Olesen og Konráð Stefánsson eru gráðuð í shodan.
Jónína Olesen fer á þjálfarabúðir í London. Jónína Olesen og Konráð Stefánsson keppa á Opna Danska. Jónína hafna í 2. sæti í kata og kumite og er valin kvenna “fighter” mótsins. Jónína vinnur fyrst Íslendinga til verðlauna á Opna Hollenska þegar hún nær 3. sæti í kumite.
KFR verður íslandsmeistari í kumite í annað sinn. Vinnur 6 gull, 4 silfur og 2 brons.
Á NM fær Jónína Olesen brons í kata og Halldór Svavarsson brons í -65 kg flokki í kumite.
Jónína Olesen er valin karatemaður ársins.
Sensei Torben Svendsen kemur til landsins og dvelur hjá okkur í mánuð og sér alfarið um þjálfun. Hann hafði unnið til verðlauna í Okinawa Goju-ryu kata og vel að sér í sögu Goju ryu og mjög tæknilegur.

1993

Halldór og Konráð fara á Evrópumót í Okinawa Goju Ryu og vinna til verðlauna í kumiteflokkum. Sama ár fer hópur félaga á Evrópumóti í Goju Ryu. Þeir lenda í þriðja sæti í liðakeppni og verður að segjast mjög góður árangur því þarna voru nokkur Goju sambönd að keppa. Atli Erlendsson, Gunnlaugur ???, Gretar Halldórsson, Jón Ívar Einarsson, Matthías B. Matthíasson og Ólafur Hreinsson eru fulltrúar félagsins.
Stór hópur fer til æfinga til Stokkhólms á Evrópuæfingabúðir hjá Higaonna Sensei. Jón Ívar tekur 1. dan. Sensei George kemur að venju fjórum sinnum um árið og félagið heldur upp á 20 ára afmæli sitt með opnum æfingabúðum hjá Sensei George. Jónína, Gretar og Halldór taka Nidan hjá Sensei George en Konráð tekur 1. dan. Davíð Sigþórsson og Lárus Snorrason junior Shodan.

1994

Halldór Svavarsson keppir á NM og nær 3ja sæti í opnum flokki fyrstur íslendinga. Æfingabúðir hjá Higaonna Sensei eru haldnar á Portúgal þetta ár og fara nokkrir félaganna þangað. Konráð Stefánsson tekur Nidan á æfingabúðum hjá Sensei George. Sensei Torben kemur í heimsókn yfir helgi. Halldór Svavarsson er valinn karatemaður ársins.

1995

Gretar fer í nám til Danmerkur og Atli Erlendsson hefur þjálfun að nýju. Halldór fer einnig til náms til Finnlands og Jónína og Konráð flytjast búferlum til Danmerkur. Atli og Ólafur sjá um þjálfun framhaldshópa en ungir meðlimir karatefélagsins fara að koma að þjálfun, þeir Lárus W. Snorrason og Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson auk Matthíasar B. Matthíassonar. Farið er til Spánar á æfingabúðir hjá Sensei Higaonna. Einnig er skipulögð ferð til Englands á æfingabúðir hjá Kazuo Terauchi sensei, Ernie Molyneux og Sensei George. Gretar, Atli, Konni, Kári og Bjarnfreður taka þátt í þeim.
Um vorið eru haldnar mjög vel heppnaðar æfingabúðir á meðan kennaraverkfalli stendur og nýta ungir nemendur sér það vel. Stór gráðun er haldin. Gretar tekur 3. dan, Atli 2.dan, Ólafur 2. dan, Lárus, Matthías 1. dan og Vilhjálmur jr. Shodan. Gretar og Jónína vinna Íslandsmeistaratitla í Kata. Sensei George kemur að venju nokkrum sinnum í heimsókn. Kjartan Guðmundsson tekur shodan. Barnastarf blómstrar hjá félaginu og KFR með sterkan barna og unglingahóp.

1996

Atli sér mestmegnis um þjálfun þetta árið. Nokkrir félagsmenn KFR taka að sér þjálfun í Fjölni og á Bessastaðahreppi en þær deildir verða ekki langlífar.
Um vorið kemur Sensei Ernie Molyneaux í heimsókn og heldur æfingabúðir. Lárus, Vilhjálmur, Finnur Þorgeirsson, Guðbjartur Rúnarsson og Björgvin Þorsteinsson fara til Moskvu á æfingabúðir hjá Higaonna sensei og var sú ferð vel heppnuð. Vilhjálmur og Bjarki Birgisson taka 1. dan. Um haustið kemur Henrik Larsen yfirþjálfari IOGKF í Danmörku í heimsókn og heldur vel heppnaðar æfingabúðir. Sensei George kemur í heimsókn nokkrum sinnum að venju.
Halldór Svavarsson er valinn karatemaður ársins.

1997

Farið er í Evrópu Gasshuku til Sheffield í Englandi. Æfingabúðirnar voru vel heppnaðar. Halldór Svavarsson, Vilhjálmur Svan, Bjarki Birgisson, Kjartan Guðmundsson, Anna Marcus, Davíð Ögmundsson, Elías Ragnarsson og Björgvin Þorsteinsson fara í ferðina og tókst hún vel. Anna Marcus fær Shodan hjá Higaonna sensei.
KFR sigrar í liðakeppni á Íslandsmótinu í Kumite og Sensei George kemur til Íslands að venju.
KFR eru Unglingameistarar í Karate.
Atli Erlendsson flytur til Danmerkur og hefur þar nám.
Halldór Svavarsson er valinn karatemaður ársins í fimmta sinn.

1998

Þjálfarar frá KFR taka við þjálfun í Fylki. Halldór Svavarsson sér svo alfarið um þjálfun á deildinni þegar líða tekur á árið og tilkynnir félagsskipti.
Gráðun er haldin í KFR og taka nokkrir félagsmenn dan gráðanir. Halldór Svavarsson tekur 3. dan, Matthías, Vilhjálmur, Lárus, Bjarki og Kjartan taka 2. dan og Ómar Ívarsson og Davíð Sigþórsson taka 1. dan.
Gretar hampar Íslandsmeistaratitlinum í kata.
Salur KFR verður fyrir miklum skemmdum þegar vatn flæðir inn í salinn og eyðileggur parket. Keypt er nýtt parket og lagt í salinn.
Gretar, Matthías og Ólafur fara til Okinawa á Budo Sai hátíðína og taka þátt í æfingabúðum hjá Higaonna sensei, Aragaki sensei og Miyagi Sensei. Ferðin tekst frábærlega.

1999

Nokkrir unglingar taka junior shodan og Kári Breiðfjörð fær 1. dan.
Vilhjálmur Svan verður Íslandsmeistari í Kata.
Sensei George kemur að venju og heldur nokkrar æfingabúðir.
Bjarki og Vilhjálmur fara og keppa á Opna danska Meistaramótinu í Karate og standa sig ágætlega. Bjarki keppir í kumite og Vilhjálmur í Kata og nær 9. sæti af um 50 keppendum. Norðurlandamótið er haldið með pompi og prakt og á KFR tvo keppendur þar, Bjarka og Vilhjálm. Bjarki stendur sig svo vel á Opna enska meistaramótinu í Karate og nær 3. sæti í sínum þyngdarflokki.

2000

Sensei George Andrews kemur til Íslands og er með æfingabúðir 9.-12. mars.
Íslandsmeistaramótið í kata er haldið í Íþróttahúsi Hagaskóla 25. mars.
Goju-Ryu meistaramótið haldið í Fylkishöllinni.
5 kennara hjá KFR fara til Englands til æfinga hjá Sensei George Andrews í London  og Sensei Ernie Molyneux í Bournemouth. Sensei Ernie er boðið að koma til KFR vorið á eftir.
Íslandsmeistaramótið í kumite er haldið í Fylkishöllinni.
Sprakk leiðsla inn í hitablásara í Dojo-inu. Taka verður parketið af gólfinu. Fengum lánaðar judo dýnur til bráðabirgða hjá ÍTR á meðan útvegað er nýtt gólfefni.
Sensei George Andrews kemur í október og er með æfingabúðir.
Ólafur Helgi Hreinsson og Matthías B. Matthíasson fara til Danmerkur á æfingabúðir hjá Sensei Bakkhies frá Suður-Afríku. Ólafur Helgi fékk þjálfarastyrk frá ÍSÍ sem nýttist til fararinnar.

Formenn KFR 1990 – 2000.
Ólafur Helgi Hreinsson 1990 – 1992
Sigurður V. Sverrisson 1992 – 1993
Jónína Olesen 1993 – 1994
Bjarnfreður H. Ólafsson 1994 – 1996
Atli Erlendsson 1996 – 1997
Grétar Örn Halldórsson 1998 – 2000

.