Sumarnámskeið hjá Karatefélagi Reykjavíkur
Hin vinsælu sumarnámskeið Karatefélags Reykjavíkur eru fyrir börn á aldrinum 6-10 ára.
Á námskeiðinu fá börn að kynnast undirstöðuatriðum karateíþróttarinnar, jafnt innan dyra sem utan.
Námskeiðin fara fram í aðstöðu Karatefélags Reykjavíkur í kjallara Laugardalslaugar.
Það verður líf og fjör á námskeiðum félagsins enda verður:
- Farið í sund
- Farið í Húsdýragarðinn
- Úti- og innileikir
- Æft karate
- Krakkar sem ekki hafa æft hjá félaginu fá auðvitað nýjan karategalla
Eins og áður þá eru þessi námskeið með skemmtilegustu sumarnámskeiðum sem í boði eru. Einungis þrjú námskeið í boði en hægt að vera hálfan daginn frá kl. 09:00 – 12:00 eða 13:00 – 16:00 og eða allan daginn frá kl. 09:00 – 16:00.
Námskeið nr. 1
Dagana 20. júní – 24. júní
Námskeið nr. 2
Dagana 27. júní – 1. júlí
Námskeið nr. 3
Dagana 15. ágúst – 19. ágúst
Skráning stendur yfir hjá Karatefélagi Reykjavíkur
Einnig er hægt að senda Karatefélaginu póst á kfr@simnet.is