Karatefélag Reykjavíkur

Sumarnámskeið KFR

Sumarnámskeið hjá Karatefélagi Reykjavíkur

Hin geysivinsælu sumarnámskeið Karatefélags Reykjavíkur eru fyrir börn á aldrinum 6-11 ára.

Á námskeiðinu fá börn að kynnast undirstöðuatriðum karateíþróttarinnar, jafnt innan dyra sem utan.
Námskeiðin fara fram í aðstöðu Karatefélags Reykjavíkur í kjallara Laugardalslaugar.
Það verður líf og fjör á námskeiðum félagsins enda verður:

  • Farið í sund
  • Grunnkennsla í origami
  • Úti- og innileikir
  • Æft karate inni og utandyra
  • Fremsta karatefólk landsins í hópi kennara og aðstoðarmanna

Eins og áður þá eru þessi námskeið með skemmtilegustu sumarnámskeiðum sem í boði eru. Í árf verða námskeiðin með öðru sniði. Um er að ræða fimm námskeið en einungis fyrir hádegi, kl. 09:00 – 13:00 en gæsla hefst kl. 08:20
ATH. Fullt hefur verið á öllum námskeiðum KFR síðustu ár enda takmarkaður fjöldi þátttakanda.

Skráning er að finna hér