ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í KATA. Íslandsmeistaramótið í kata fór fram í íþróttahúsi Grafarvogs í dag. 40 keppendur voru frá 7 félögum. Íslandsmeistarar félaga í kata er Breiðablik, en þeir fengu 19 stig, Karatefélag Akraness (KAK) varð í öðru sæti með 10 stig og Þórshamar í því þriðja með 9 stig. Þá voru krýndir nýjir Íslandsmeistarar í einstaklingsflokkum þau Helgi Jóhannesson, Breiðablik og Eydís Líndal Finnbogadóttir KAK. Þau voru einnig í hópkataliðum Íslandsmeistara en Breiðablik sigraði í karlaflokki og KAK í kvennaflokki. Dómarar á mótinu voru Gunnlaugur Sigurðsson, Ólafur Helgi Hreinsson, Reinharð Reinharðsson, Jón Ingi Þorvaldsson, Halldór Svavarsson, Ásmundur Ísak Jónsson, Kristján Gaukur Kristjánsson, Ásdís Elvarsdóttir og Sigríður Hrönn Halldórsdóttir.
Helstu úrslit urðu: Kata kvenna Kata karla Hópkata kvenna Hópkata karla
|