Reynir Z. Santos
Reynir Z. Santos er fæddur árið 1943 í Manila á Filipseyjum. Á unga aldri byrjaði hann að æfa karate en á Filipseyjum færðu kennslu í ýmsum greinum t.d. karate, júdó, boxi og arnes í staðinn fyrir leikfimikennslu hjá okkur. Eftir skólann er síðan valin ein grein til að halda áfram með í háskóla. Santos valdi sér karate. Er hann var spurður hvers vegna hann valdi karate en ekki eitthvað annað, svaraði hann: “Ég valdi karate vegna þess að ef við miðum við ´júdó t.d. þá er leikurinn rétt að byrja þegar maðurinn er dottinn í gólfið er í karate er leikurinn þá búinn.”
Við látum Santos hafa orðið er hann segir frá karateferli sínum: “Eftir skólann fór ég í einkaklúbb og lærði þar hjá sensei Lító og náði þar 3. dan ’62. Ég gekk síðan í bandaríska herinn og kenndi karate víða um Bandaríkin og endaði á Keflavíkurflugvelli þae sem ég var einnig að kenna karate. Meðal annars kokm ég hér fram í sjónvarpi á árunum ’68-’69. Í ágúst ’70 sýndi ég á fyrsta afmæli Júdófélags Ármanns. Á sama ári flutti ég í Biskupstungurnar í Árnessýslu og kenndi þar karate í 8 mánuði í félagsheimilinu á staðnum. Til Reykjavíkur flutti ég ’71 og vann hjá Landsímanum se radíótæknir en ég er ærður útvarpsvirki. Í Reykjavík byrjaði ég að ekki að kenna karate fyrr en á árinu ’72 og kenndi þá í húsnæði Júdófélags Reykjavíkur sem þá var í Skipholtinu. Þar æfðu um 45 manns til að byrja með og meðal þeirra voru Haukur og Hörður sem eru frumkvöðlar Kimewaza-klúbbsins í Reykjavík. Ég kenndi þeim ýmislegt og gaf þeim margar hugmyndir sem eru notaðar í Kimewaza enn í dag. Síðan flutti ég til Vestmannaeyja og byrjaði að kenna þar karate. Var mjög mikill áhugi þar. Á sama ári flutti ég aftur til Reykjavíkur og var þar í sex mánuði en flutti síðan aftur til Eyja ’74 og stofnaði Karatefélag Íslands. Í Eyjum gráðaði ég hæst 6. kyu. Til Reykjavíkur flutti ég síðan aftur árið 1975 og þar hélt ég áfram með Karatefélag Íslands sem ég hafði stofnsett í Vestmannaeyjum. Fyrsta æfingin var 23. október 1975 í Brautarholtinu. Þar byrjuðu meðal annars Karl Sigurjónsson, Gunanr Gunanrsson og Sigurður Sverrisson en þeir æfa allir enn í dag. 1977 hætti síðan félagið vegna fjárskorts. Í maí ’79 var félagið síðan endurstofnað og var ég þá fenginn til að kenna um haustið en um vorið ’80 hætti ég kennslu hjá félaginu.
En nú er ég á leið til Ísafjarðar og ætla að setjast þar að. Ég hef ekki hugsað mér að stofna félag þar en gæti hugsað mér að hafa klubb eða skóla.
Að lokum var Santos spurður hvort hann ætlaði að æfa karate í framtíðinni. Hann svaraði: “Isn’t that the way of life?”
Viðtal Þórðar Antonssonar við Reyni Santos birtist í Karateblaðinu, janúar 1982..