Karatefélag Reykjavíkur

Afmælismót Karatefélags Reykjavíkur 1983

Afmælismót Karatefélags Reykjavíkur 1983

 

Gamanið hófst með því að Davíð Oddsson borgarstjóri setti mótið. Síðan hófst keppnin með kata kvenna. Þar bar hæst Jónína Olesen sem sigraði. Í sveitakeppninni var hápunkurinn er Atli Erlendsson KFR og Karl Gauti Hjaltason KFÞ áttust við. Þar sigraði Atli karl gauta glæsilega og innsiglaði þar með sigur Karatefélagsins. Þá vakti frammistaða Stefáns Friðrikssonar FH mikla athygli. Í einstaklingskeppninni var hart barist. Í þyngsta flokknum má segja að Vicente hafi staðið sig hvað best en hann átti í höggi við menn sem eru 15-20 kg þyngri en hann. Úrslit urðu annars þessi:

Kata kvenna:
1. Jónína Olesen, Karatefélag Reykjavíkur
2. Kristín Einarsdóttir, Karatedeild Gerplu
3. Ásta Sigurbrandsdóttir, Karatefélag Reykjavíkur
Sveitakeppni:
1. Karatefélag Reykjavíkur
2. Karatedeild Gerplu
3. Karatedeild Stjörnunnar

Kumite karla -65 kg:
1. Árni Einarsson, Karatefélag Reykjavíkur
2. Bjarni Jónsson, Karatefélag Reykjavíkur
3. Sigþór Magnússon, Karatefélagið Þórshamar

Kumite karla -75 kg:
1. Ívar Hauksson, Karatefélag Reykjavíkur
2. Stefán Alfreðsson, Karatedeild Stjörnunnar
3. Bjarni Kristjánsson, Karatefélag Reykjavíkur

Kumite karla +75 kg:
1. Ævar Þorsteinsson, Karatedeild Gerplu
2. Karl Gauti Hjaltason, Karatefélagið Þórshamar
3. Vicente Carrasco, Karatefélag Reykjavíkur

 

KFR1983

Atli Erlendsson (t.h.) sópar Karli Gauta Hjaltasyni í sveitakeppninni.

Aðaldómari mótsins var Ingo de Jong. Aðstoðardómarar voru Steinar Einarsson, Helgi Briem Magnússon og Sigurður Grétarsson. Auk þess dæmdi Karl Gauti Hjaltason í kata.
Um úrslit þessa móts má segja að Karatefélagið sýndi og sannaði að það ber höfuð og herðar yfir öll önnur karatefélög (og deildir). En þó hart og drengilega hafi verið barist þá má gera betur og það miklu betur.

Stefán Alfreðsson. Birtist í Karate-do 1985..