Karatefélag Reykjavíkur

Goju-Kai 1985

Goju-Kai Meistaramótið 1985

 

Mótið var haldið í Íþróttahúsi Hvassaleitisskóla 26. janúar 1985. Þar voru mættir til leiks keppendur frá Karatefélagi Reykjavíkur og Karatedeild Stjörnunnar. Af þessu tilefni hafði Goju sambandið fengið hingað til lands Sensei Conny Ferm, 3. dan í goju-kai. Hann er einn helsti nemandi shihans Ingo de Jong, sem er okkur að góðu kunnur. Sensei Ferm hélt æfingabúðir fyrir mótið og var einnig aðaldómari mótsins.

Fyrst var keppt í kata unglinga, en þar létu aðeins 2 keppendur sjá sig, báðir frá Stjörnunni. Einar Kári Björgvinsson hafði sigur yfir Gísla Helgasyni, en þeir þurftu að keppa tvisvar áður en úrslit lágu fyrir. Síðan var keppt í kata fullorðinna. Fyrst sýndu allir eina kata, en síðan voru 5 manna úrslit. Atli Erlendsson varð efstur, eftir mjög harða keppni við Árna Einarsson. Þeir sýndu báðir Seifa, Seienchin og Senseru. Alls kepptu þeir fjórum sinnum áður en úrslit lágu fyrir. Að margra áliti var Árni þó aðeins betri en Atli. Í 3ja sæti kom Jónína Olesen með Saifa og Seienchin. Fjórði varð Jóhannes Karlsson og Gestur Skarphéðinsson fimmti.

Í kumite urðu ýmis óvænt úrslit. Jóhannes Karlsson, sem sigraði á innanfélagsmótinu, varð svo óheppinn að lenda á móti Árna Einarssyni í fyrstu umferð og tapaði fyrir honum. Árni lenti síðan á móti Atla Erlendssyni í þriðju umferð og tapaði þeirri keppni. Jóhannes komst því ekki í uppreisnarflokk og Árni keppti um 3ja sætið við Ólaf Egilsson og hafði betur. Í úrslitum lentu þeir Atli og Ómar Ívarsson. Þar vann Atli glæsilegan sigur 6-2.

Úrslit  urðu:

Kata unglinga:
1. Einar Kári Björgvinsson, Stjörnunni
2. Gísli Helgason, Stjörnunni

Kata fullorðinna:
1. Atli Erlendsson, Karatefélag Reykjavíkur
2. Árni Einarsson, Karatefélag Reykjavíkur
3. Jónína Olesen, Karatefélag Reykjavíkur

Kumite:
1. Atli Erlendsson, Karatefélag Reykjavíkur
2. Ómar Ívarsson, Karatefélag Reykjavíkur
3. Árni Einarsson, Karatefélag Reykjavíkur
.