Íslandsmeistaramótið 1985
Fyrsta Íslandsmeistaramótið í karate var haldið 13. apríl í Íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ. Til leiks voru skráðir 59 keppendur frá 8 félögum.Keppt var í kata unglinga, kvenna og karla, og í kumite kvenna (opinn flokkur) og karla (4 þyndarflokkar og opinn flokkur).Undanrásir fóru fram á 2 völlum en undanúrslit og úrslit á einum.
Mótstjóri var Hannes Hilmarsson en undirbúningur mótsins var í höndum mótanefndar undir forystu Hjalta Kristjánssonar. Aðaldómari var Stefán Alfreðsson og honum til aðstoðar voru Sigþór Markússon, Helgi Briem Magnússon, Andrés Hafliðason, Bjarni Jónsson og Elís Kjartansson. Mótið sýndi að töluvert skorti á reynslu til mótahalds. Lenti því mikil vinna á fáum einstaklingum, sem urðu að gefa leiðbeiningar og vera allt í öllu sem gerðist á mótinu. Einnig kom í ljós reynsluleysi meðal dómara, en það er brýnt hagsmunamál fyrir keppendur í karate að þeim málum verði kippt í lag sem fyrst. Að öðru leiti sýnir mótið að við eigum marga góða keppendur og breiddin er orðin mikil meðal þeirra. Lítið var um meiðsli og dagskráin gekk vel fyrir sig. Mótið vakti og töluverða athygli og var þess getið í öllum stærstu dagblöðunum, útvarpi og sjónvarpi.
Stefán Alfreðsson |
Úrslit urðu:Kata unglinga: 1. H. Narfi Stefánsson, Þórshamar 2. Maris Jochumsson,Þórshamar 3. Kristjana Sigurðardóttir, Gerpla 4. Jón H. Steingrímsson, GerplaKata karla: 1. Atli Erlendsson, KFR 2. Árni Einarsson, KFR 3. Karl Gauti Hjaltason, Þórshamar 4. Karl Sigurjónsson, Þórshamar Kata kvenna: -65 kg kumite karla: -70 kg kumite karla: -80 kg kumite karla: +80 kg kumite karla: Kumite karla (opinn flokkur): Kumite kvenna: |