Unglingameistaramót í kata 2003
Unglingameistaramót í Kata 2003 fór fram laugardaginn 15. febrúar í Smáranum, Kópavogi. Mótið hófst kl. 12.30 og lauk um kl. 16.00. Um 80 keppendur tóku þátt í mótinu. Margir keppendur sýndu miklar framfarir frá móti síðasta árs og uppskuru eftir því.
Yfirdómari á mótinu var Ólafur Helgi Hreinsson og vallardómarar Ólafur Wallevik og Helgi Jóhannesson. Auk þeirra voru 10 meðdómarar. Vakti sérstaka athygli að nóg var að dómurum á mótinu.
Mótsstjóri var Indriði Jónsson og fær hann þakkir fyrir góða framkvæmd mótsins.
Karatedeild Fylkis stóð uppi með flest stig í lok mótsins og eru Unglingameistarar félaga í Kata 2003 en gefin eru stig fyrir 1 – 3 sæti, 3, 2, og 1 stig. Nöfn allra sem unnu til verðlauna má lesa hér fyrir neðan auk skiptingar verðlauna og heildarstiga félaga.
Úrslit urðu: | ||
Kata táninga fæddir 1989. (26 keppendur) | ||
1. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson | Haukar | |
2. Arnmundur Ernst Björnsson | Karatefélag Reykjavíkur | |
3. Lilja Hlín Pétursdóttir | Haukar | |
Kata táninga fæddir 1988. (18 keppendur) | ||
1. Arnar Pétursson | Karatefélag Reykjavíkur | |
2. Andri Bjartur Jakobsson | Karatefélag Reykjavíkur | |
3. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir | Þórshamar | |
Kata unglinga fædd 1987-1986. (14 keppendur) | ||
1. Hákon Bjarnason | Fylkir | |
2. Hjálmar Grétarsson | Fylkir | |
3. Tómas L. Róbertsson | Þórshamar | |
Kata eldri unglinga fædd 1985-1984. (11 keppendur) | ||
1. Kristín al Lahham | Fylkir | |
2. Andri Sveinsson | Fylkir | |
3. Brynjar Aðalsteinsson | Karatefélag Reykjavíkur | |
Kata juniora fædd 1983-1982. (9 keppendur) | ||
1. Jón Viðar Arnþórsson | Þórshamar | |
2. Anton Kaldal Ágústsson | KFR | |
3. Sif Grétarsdóttir | Fylkir | |
Hópkata táninga fædd 1989 og 1988. (11 lið) | ||
1. Arnmundur Ernst Björnsson, Andri Bjartur Jakobsson, Arnar Pétursson | Karatefélag Reykjavíkur | |
2. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, María Helga Guðmundsdóttir, Steinunn Axelsdóttir | Þórshamar | |
3. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Lilja Hlín Pétursdóttir, Kristján Ó. Davíðsson | Haukar | |
Hópkata unglinga fædd 1987 – 1885. (5 lið) | ||
1. Hákon Bjarnason, Andri Sveinsson, Hjálmar Grétarsson | Fylkir | |
2. Egill Axfjörð Friðgeirsson, Stefán Helgi Waagfjörð, Anton Smári Gunnarsson | Haukar | |
3. Stefanía Benónísdóttir, Manúela Magnúsdóttir, María Tómasdóttir | Karatefélag Reykjavíkur | |
Hópkata eldri unglinga fædd 1984 – 1982. (3 lið) | ||
1. Sif Grétarsdóttir, Elsa Hannesdóttir, Kristín al Lahhan | Fylkir | |
2. Arna Steinarsdóttir, Jón Viðar Arnþórsdóttir, Sunna Dögg Ásgeirsdóttir | Þórshamar | |
3. Anton Kaldal Ásgeirsson, Brynjar Aðalsteinsson, Pétur Ólafur Aðalgeirsson | Karatefélag Reykjavíkur | |
Verðlaun félaga: | ||||
Gull | Silfur | Brons | Stig | |
Fylkir | 4 | 2 | 1 | 17 |
Karatefélag Reykjavíkur | 2 | 3 | 3 | 15 |
Þórshamar | 1 | 2 | 2 | 9 |
Haukar | 1 | 1 | 2 | 7 |