Karatefélag Reykjavíkur

Meistaramót barna í Kata 2004

Meistaramót barna í Kata 2004

 


Meistaramót barna í Kata 2004 fór fram 25. janúar í Íþróttahúsi Breiðabliks, Smáranum, og hófst kl. 9.30.
Fjöldi keppenda var um 270 og er þetta lang fjölmennasta karatemót ársins. Meistaramót barna í kata er haldið í annað sinn í ár en var áður partur af Unglingameistaramótinu. Átta karatefélög og karatedeildir sendu keppendur á mótið. Aldur keppenda á Meistaramóti barna er 5-12 ára (f. 1991-1998). Eins og sjá má á keppendafjölda er karatestarf í miklum blóma um þessar mundir!
Að þessu sinni var reynt nýtt fyrirkomulag og var mótinu skipt í tvo hluta. Í fyrri hlutanum voru yfir 150 börn en í þeim seinni um 110. Keppt var á 4 völlum samtímis. Keppni 9-12 ára hófst kl. 9:45 og fyrri úrslit voru kl. 12:00. Keppni 8 ára og yngri hófst kl. 13:00 og seinni úrslit voru kl. 15:00. Sjá mátti margar góðar Kata og lögðu börnin sig öll fram í keppninni.

Sérstakar þakkir fá keppendur, dómarar, starfsmenn, liðsstjórar og foreldrar sem lögðust á eitt um að gera þetta að skemmtilegu móti og Karateíþróttinni til framdráttar.
Mótsstjóri var Indriði Jónsson, Breiðabliki og yfirdómarar Ólafur Wallevik og Helgi Jóhannesson. Fá þeir sérstakar þakkir frá mótanefnd KAÍ.
Karatefélag Reykjavíkur stóð uppi sem Barnameistari félaga í Kata árið 2004 með 35 stig og varði þar með titil sinn frá í fyrra. Gefin eru stig fyrir 1 – 3 sæti, 3, 2, og 1 stig en tvöfalt fyrir hópkata. Nöfn allra sem unnu til verðlauna má lesa hér fyrir neðan auk skiptingar verðlauna og heildarstiga félaga.

 

Úrslit urðu:
Kata barna fædd 1997 og 1998. (11 keppendur)
1. Elena Brynjarsdóttir Fylkir
2. Hera Björg Jörgensdóttir Breiðablik
3. Karen Tinna Karlsdóttir Víkingur
Kata barna fædd 1996. (32 keppendur)
1. Katrín Hrefna Karlsdóttir Víkingur
2. Davíð Þórir Reynaldsson Víkingur
3. Harald Sigurvin Þorsteinsson Víkingur
Kata barna fædd 1995. (49 keppendur)
1. Jovan Kujundzik Karatefélag Reykjavíkur
2. Sigurður Bessi Arnarsson Karatefélag Reykjavíkur
3. Vésteinn Þrymur Ólafsson Karatefélag Reykjavíkur
Kata barna fædd 1994. (44 keppendur)
1. Jason Vu Víkingur
2. Breki Bjarnason Þórshamar
3. Guðni Hrafn Pétursson Fulkir
Kata barna fædd 1993. (51 keppandi)
1. Kristófer Ísak Karlsson Karatefélag Reykjaíkur
2. Gunnhildur Grétarsdóttir Fylkir
3. Eggert Arnarson Fylkir
Kata barna fædd 1992. (39 keppendur)
1. Aron Þór Ragnarsson Þórshamar
2. Dagný Egilsdóttir Akranes
3. Thelma Rut Frímannsdóttir Afturelding
Kata barna fædd 1991. (38 keppandi)
1. Goði Ómarsson Karatefélag Reykjavíkur
2. Fanney Gunnarsdóttir Karatefélag Reykjavíkur
3. Aldís Tómasdóttir Karatefélag Reykjavíkur
Hópkata barna fædd 1995 og síðar. (14 lið)
1. Sigurður Bessi Arnarsson, Jovan Kujundzik, Vésteinn Þrymur Ólafsson Karatefélag Reykjavíkur
2. Hans Patrekur Hansson, Heiðar Benediktsson, Lúðvík Már Matthíasson Breiðablik
3. Davíð Þórir Reynaldsson, Katrín Hrefna Karlsdóttir, Jason Vu Víkingur
Hópkata barna fædd 1993 og 1994. (19 lið)
1. Jónas Samsudin, Kristján Harðarson, Kristófer Ísak Karlsson Karatefélag Reykjavíkur
2. Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson, Guðni Hrafn Pétursson, Elías Guðni Guðnason Fylkir
3. Egill Birnir Björnsson, Jónas Atli Gunnarsson, Karitas Sigurðardóttir Fylkir
Hópkata barna fædd 1991 og 1992. (20 lið)
1. Aldís Tómasdóttir, Fanney Gunnarsdóttir, Goði Ómarsson Karatefélag Reykjavíkur
2. Gunnhildur H. Grétarsdóttir, Jóhanna Brynjarsdóttir, Jóhanna Sverrisdóttir Fylkir
3. Guðmundur Heimisson, Snæbjörn Valur Ólafsson, Viktor Snær Sveinbjörnsson Karatefélag Reykjavíkur
Verðlaun félaga:
Gull Silfur Brons Stig
Karatefélag Reykjavíkur 6 2 3 35
Fylkir 1 3 3 17
Víkingur 2 1 3 12
Breiðablik 0 2 0 6
Þórshamar 1 1 0 5
Akranes 0 1 0 2
Afturelding 0 0 1 1
Haukar 0 0 0 0

.