Karatefélag Reykjavíkur

UNGLINGAMÓT 2002 Í KUMITE

UNGLINGAMÓT 2002 Í KUMITE

Unglingamót í Kumite var haldið í Íþróttahúsinu Austurbergi, laugardaginn 19. október 2002.
Um 45 keppendur voru skráðir til keppni. Keppt var eftir nýsamþykktum reglum Alþjóða Karatesambandsins um keppni barna og unglinga. Völlurinn er hafður minni og tíminn styttri hjá keppendum yngri en 16 ára og tekið er strangar á allri snertingu í andlit.
Mótið tókst í alla staði vel og mátti sjá marga efnilega karatemenn á vellinum.
Dómarar voru Ólafur Helgi Hreinsson, Halldór Svavarsson, Bjarni Kærnested og Gunnlaugur Sigurðsson.
Dómarar völdu pilt og stúlku sem þeim þótti hafa sýnt góða tækni og skarað framúr.
Fyrir valinu urðu Ingibjörg Arnþórsdóttir, Þórshamri og Stefán Helgi Waagfjörð, Haukum og fengu þau viðurkenningargripi til eignar.

Úrslit urðu:
1. Drengir fæddir 1988 og 1989. (16 keppendur)
1. Þorgeir Orri Harðarson 1988 Þórshamar
2. Ómar al Lahham 1988 Fylkir
3. Andri Már Sigurðsson 1988 KFR
2. Piltar fæddir 1986 og 1987. (11 keppendur)
1. Alvin Zogu 1987 Víkingur
2. Stefán Helgi Waagfjörð 1987 Haukar
3. Diego Björn Valencia 1987 Víkingur
3. Eldri piltar fæddir 1984 og 1985. (6 keppendur)
1. Andri Sveinsson 1984 Fylkir
2. Bragi Þór Pálsson 1985 Þórshamar
3. Hlynur Björnsson 1985 Þórshamar
4. Juniorar fæddir 1982 og 1983. (4 keppendur)
1. Jón Viðar Arnþórsson 1983 Þórshamar
2. Guðmundur F. Jónsson 1982 KFR
3. Ari Sverrisson 1982 Haukur
5. Telpur fæddar 1988 og 1989. (5 keppendur)
1. Ingibjörg Arnþórsdóttir 1988 Þórshamar
2. Helena Mondazeri 1989 Víkingur
3. Lilja Hlín Pétursdóttir 1989 Haukar
6. Stúlkur fæddar 1986 og 1987. (2 keppendur)
1. Svava Arnardóttir 1987 Þórshamar
2. Aðalbjörg Eir Pétursdóttir 1987 Haukar
7. Stúlkur fæddar 1982 til 1985. (2 keppendur)
1. Arna Steinarsdóttir 1982 Þórshamar
2. Kristín al Lahham 1985 Fylkir
Verðlaun félaga:
Gull Silfur Brons
Þórshamar 5 1 1
Víkingur 1 1 1
Fylkir 1 2
Haukar 2 2
KFR 1 1

.