Karatefélag Reykjavíkur

ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í KATA 2006

 

ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í KATA.

Íslandsmeistaramótið í kata fór fram í íþróttahúsi Grafarvogs í dag. 40 keppendur voru frá 7 félögum. Íslandsmeistarar félaga í kata er Breiðablik, en þeir fengu 19 stig, Karatefélag Akraness (KAK) varð í öðru sæti með 10 stig og Þórshamar í því þriðja með 9 stig. Þá voru krýndir nýjir Íslandsmeistarar í einstaklingsflokkum þau Helgi Jóhannesson, Breiðablik og Eydís Líndal Finnbogadóttir KAK. Þau voru einnig í hópkataliðum Íslandsmeistara en Breiðablik sigraði í karlaflokki og KAK í kvennaflokki.

Dómarar á mótinu voru Gunnlaugur Sigurðsson, Ólafur Helgi Hreinsson, Reinharð Reinharðsson, Jón Ingi Þorvaldsson, Halldór Svavarsson, Ásmundur Ísak Jónsson, Kristján Gaukur Kristjánsson, Ásdís Elvarsdóttir og Sigríður Hrönn Halldórsdóttir.

 

Helstu úrslit urðu:

Kata kvenna
1. Eydís Líndal Finnbogadóttir KAK
2. Hulda Axelsdóttir Þórshamar
3. Fríða Bogadóttir Þórshamar
3. Eyrún Reynisdóttir KAK

Kata karla
1. Helgi Jóhannesson Breiðablik
2. Magnús kr. Eyjólfsson Breiðablik
3. Andri Bjartur Jakobsson KFR
3. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson Haukar

Hópkata kvenna
1. KAK Eydís, Eyrún og Guðrún
2. ÞÓRSHAMAR Elín, Inga og Fríða
3. Breiðablik D Björg, Guðrún og Arna
3. Breiðablik E Hlín, Fjóla og Bryndísa Jara

Hópkata karla
1. BREIÐABLIK – A Helgi, Einar og Magnús
2. BREIÐABLIK – B Pálmar, Eyþór og Jón Andri
3. HAUKAR Guðbjartur Ísak, Kristján og Anton
3. ÞÓRSHAMAR – A Daníel, Jón Ingi og Tómas

Verðlaun félaga:
Gull Silfur Brons Stig
Karatedeild Breiðabliks 2 2 2 19
Karatefélag Akraness  2 0 1 10
Karatefélagið Þórshamar 0 2 2 9
Haukar 0 0 2 3
Karatefélag Reykjavíkur 0 0 0 1

 .