Karatefélag Reykjavíkur

Hvað er framundan ?

Sæl öll

 

Nú er júní á enda og við tekur júlí þar sem flestir eru í sumarfríum.

Kjallararinn verður opinn áfram en það gæti verið að mæting verði dræm.

 

Gildistími korta ykkar er til 30 júní og komum við til með að virkja þau áfram.

 

Við stefnum á að byrja á fullu með æfingar fyrir framhald unglinga og fullorðna frá og með mánudeginum 14 ágúst á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

 

Æfingar hjá byrjendum og framhaldshóp unglinga 12-16 ára og fullorðna byrja samkvæmt æfingatöflu frá og með mánudeginum 28 ágúst.

Æfingar hjá byrjendum barna og framhaldshóp barna 6-11 ára hefst samkvæmt æfingatöflu þriðjudaginn 5 september.

 

Skráning allra hópa á haustönn 2017 hefst 21 ágúst og er á heimsíðu Karatefélgs Reykjavíkur http://www.karatedo.is/

 

Kveðja

Karatefélag Reykjavíkur.