Karatefélag Reykjavíkur

Íslandsmeistaramótið í kata 2005

Íslandsmeistaramótið í kata 2005

Íslandsmeistaramótið í kata fór fram í Smáranum, Kópavogi laugardaginn 2.apríl 2005.  Þátttaka var meiri en á s.l. ári en tæplega 50 einstaklingar tóku þátt í mótinu. Í einstaklingsflokkum kepptu 21 karl og 14 konur. Fimm kvennalið og fjögur karlalið kepptu í hópkata. Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, KFR, og Sólveig Sigurðardóttir, Þórshamri, vörðu Íslandsmeistaratitla sína frá síðasta ári. Í hópkata karla sigraði lið Breiðabliks sigurlið Þórshamars frá í fyrra en í hópkata kvenna varði lið Þórshamars titilinn frá í fyrra. Í sigurliði Breiðabliks var Helgi Jóhannesson en hann keppti með Þórshamarsliðinu í fyrra. Þórshamar varði einnig titilinn Meistari Félaga með flest stig á mótinu.
Aðaldómari var Ólafur Wallevik og honum til aðstoðar voru Halldór Svavarsson, Ólafur Helgi Hreinsson, Matthías B. Matthíasson, Árni Þór Jónsson, Eydís Líndal, Karl Sigurjónsson og Reinharð Reinharðsson.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Konur:

 1. Sólveig Sigurðardóttir, Þórshamri
 2. Auður Olga Skúladóttir, Þórshamri
 3. María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri

Karlar:

 1. Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, KFR
 2. Daníel Pétur Axelsson, Þórshamri
 3. Helgi Jóhannesson, Breiðablik

Hópkata kvenna:

 1. Þórshamar B (Auður Olga Skúladóttir, María Helga Guðmundsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir)
 2. Þórshamar A (Sólveig Krista Einarsdóttir, Hulda Axelsdóttir og Ragna Kjartansdóttir)
 3. Karatefélag Akraness (Ása Katrín Bjarnadóttir, Aðalheiður Rósa Harðardóttir og Dagný Björk Egilsdóttir)

Hópkata karla:

 1. Breiðablik (Helgi Jóhannesson, Magnús Kr. Eyjólfsson og Einar Hagen)
 2. Þórshamar A (Daníel Pétur Axelsson, Jón Viðar Arnþórsson og Jón Ingi Þorvaldsson)
 3. Þórshamar  B (Tómas Lee Róbertsson, Margeir Stefánsson og Jón Ingi Bergsteinsson)

 

Verðlaun félaga:
Gull Silfur Brons Stig
Karatefélagið Þórshamar 2 4 2 24
Karatedeild Breiðabliks 1 1 7
Karatefélag Reykjavíkur 1     3
Karatefélag Akraness 1 2

.