Karatefélag Reykjavíkur

Norðurlandamót

Norðurlandamótið 1983

Norðurlandamótið í karate fór fram í Osló 22. október 1983. Frá Íslandi fóru 9 manns, 6 keppendur og 3 áhorfendur. Margir gátu ekki farið vegna fjárskorts, því keppendur greiddu allan kostnað sjálfir eins og sönnum íþróttamönnum sæmir, nema hvað félögin Gerpla, Stjarnan og Þórshamar styrktu sína menn örlítið svona til að þeir yrðu ekki alveg hungurmorða er heim kæmi.Keppendur voru þeir Atli Erlendsson 2. dan, Árni Einarsson 2. dan og Ómar Ívarsson 1. dan allir úr KFR, ‘olafur Wallevik 1. dan úr Þórshamri, Stefán Alfreðsson úr Stjörnunni og Ævar Þorsteinsson úr Gerplu.

KB talaði við nokkra af þessum útvörðum íslenskra karatemanna:

“Þetta var mjög skemmtilegt” var það fyrsta sem Stefán sagði “öðruvísi en maður er vanur hér, meira sport heldur en maður á að venjast.”

“Sterkara, en ég bjóst við” sagí Ómar, en Ævar var bjartsýnn: “Við stöndum okkur betur næst og leggjum þessa kappa, við þurfum bara að tileinka okkur þessar tæknibrellur þeirra, þessar brellur eins og öskrin í þeim og handapatið sem var til að plata andstæðinginn dugði vel, en við vitum nú hvað ber að varast og látum ekki deigann síga.”

Stefán: “Burkhalter, landsliðsþjálfari Noregs sagði okkur 3-4 ár á eftir Norðmönnum.”

Ómar: “Okkur vantaði herslumuninn, bárum of mikla virðingu fyrir þeim.”

Ævar: “Mér fannst við vera hálfgerðir Færeyingar þarna, þ.e. búnir að tapa að allra áliti áður en keppnin byrjaði.”

Stefán: “Finnarnir notuðu mest gyaku-zuki, og það var helvíti flott hjá þeim, maður áttaði sig varla á hvað var að ske, þeir voru svo snöggir með það inn og svo strax út aftur.”

Ómar: “Finnar, Norðmenn og Svíar voru mjög svipaðir, með svipaða takta. Norðmenn rétt mörðu finnana, sem unnu í fyrra.”

Ævar: “Danir og Íslendingar börðust svipað, nema hvað Danir voru betri, þessar tvær þjóðir nota þetta svokallaða “Old Shotokan”, t.d. var stingandi að sjá þjálfarana sem sitja fyrir aftan keppendur: Burkhalter í stólnum æpandi, en Bura Sensei (Danmörk) sat á gólfinu í seisa og heyrðist hvorki stuna né hósti frá honum. Danirnir voru rosalegir Karate-do menn, enda urðu þeir no. 4. Maður gat ímyndað sér að þeir hefðu aldeilis rústað Skandinövunum í “full contact” keppni.”

Stefán: ” Þessir keppar höfðu ofboðslega tæmingu, vissu hvenær þeir áttu að gera árás.”

Ómar: “Það sem við þurfum eru fleiri mót fyrir hærra gráðaðri, láta þá sem hættir eru keppa dæma, þetta nær engri átt að við sem lengst erum komnir keppum aldrei, við sem mest þurfum á því að halda.”

Ævar: ” Ég er steinhættur að berjast “Old Shotokan” nú er það bara nýi bardagastíllinn sem dugir.”

Ómar: “Ég held það sé ekkert mál fyrir þá sem hafa góðan basicgrunn að skipta yfir í þetta form, við sjáum bara Norðmenn sem gott dæmi.”

Stefán: “Óli lagði inn ósk um að keppt yrði í kata, ég veit ekki um undirtektirnar, ég held þær hafi verið daufar, þeir vildu kannski hafa einn karlmann og einn kvenmann í því frá hverju landi. Danir vildu hafa þrjá, aðalafsökunin fyrir að hafa ekki kata var að það tæki of mikinn tíma, ég held það ætti ekki að gera það, að renna nokkrum kat í gegn, vilji þetta ekki bara vegna þess að keppnismennirnir eru hættir að æfa kata og þá þyrftu þeir að senda sér kata-lið, en Danir og við þyrftum þess ekki, því sá sem er góður í öðru er góður í báðu í þessum löndum.”

Ómar: “Dómararnir voru okkur ekki hliðhollir, þó ég vilji alls ekki kenna þeim um hvernig fór, en ef þeir hefðu verið sanngjarnari þá hefðu tölurnar litið betur út.”

Ævar: “Stelpurnar voru góðar líka, helvíti grimmar og harðar.”

Ómar: “Finnarnir kíldu alltaf chudan, spiluðu á reglurnar, Norðmenn unnu greinilega vegna þess að þeir hafa harðan þjálfara, sem hefur stolið því besta frá Finnum og látið sína menn æfa það.”

Úrslit á NM 1983:

Sveitakeppni karla:
1. Noregur
2. Finnland
3. Svíþjóð
4. Danmörk
5. Ísland

Sveitakeppni kvenna:
1. Noregur
2. Svíþjóð
3. Finnland

-60 kg karlar (3)
1. Kimo Koski Finnland
2. Yjrki Alen Finnland
3. Sverre Knudsen Noregur

-65 kg karlar (6)
1. Stein Rönning Noregi
2. Martti Koponen Finnland
3. Ramon Malave Svíþjóð
4. Robert Paajanen Finnland

-70 kg karlar (7)
1. Jens Chr. Jenssen Danmörk
2. Arild Lund Noregur
3. Kim Waernerborg Finnland
4. Hanu Taskinen Finnland

-75 kg karlar (7)
1. Jyri Kauria Finnland
2. M. Manninen Finnland
3. P. E. Hansen Noregur
4. C. Nedergaard Danmörk

-80 kg karlar (5)
1. Oliver Podkorni Svíþjóð
2. Ismo Koljander Finnland
3. Jukka Jukkinen Finnland
4. Harald Hilleren Noregur

+80 kg karlar (8)
1. Jouko Turunen Finnland
2. Haakon Nygren Svíþjóð
3. Karl Daggselt Svíþjóð
4. Ari Viljansa Finnland

.