Norðurlandamótið 1985

Norðurlandamótið 1985 Norðurlandamótið í karate var haldið í Reykjavík 19. október 1985.Ákvörðun um mótshald. Eftir NM 1984, sem haldið var í Karlstad í Svíþjóð, var komið að Dönum eða okkur að halda næsta mót. Danir mættu ekki í Karlstad, svo boltinn var hjá okkur. Alltaf af og til var málið rætt hjá landsliðsnefndinni, sem var […]

Íslandsmeistaramótið 1985

Íslandsmeistaramótið 1985 Fyrsta Íslandsmeistaramótið í karate var haldið 13. apríl í Íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ. Til leiks voru skráðir 59 keppendur frá 8 félögum.Keppt var í kata unglinga, kvenna og karla, og í kumite kvenna (opinn flokkur) og karla (4 þyndarflokkar og opinn flokkur).Undanrásir fóru fram á 2 völlum en undanúrslit og úrslit á einum. Mótstjóri […]

Landskeppni Ísland – Svíþjóð 1985

Landskeppni Ísland – Svíþjóð 1985 Þann 28. mars var flogið frá Keflavík til Osló. Þaðan var tekin lest til Gautaborgar þar sem keppnin átti að fara fram. Landslið Íslands var þannig skipað að þessu sinni: Fyrirliði Atli Erlendsson, Árni Einarsson, Ævar Þorsteinsson, Jóhannes Karlsson, Gísli Klemensson og Svanur Eyþórsson. Liðið fékk gistingu sér að kostnaðarlausu […]

Pressumót 1985

Pressumót 1985   Fyrsta mót KAÍ var haldið 2. mars, eða tveimur dögum eftir stofnun sambandsins. Mótið var haldið í samvinnu við Samtök íþróttafréttaritara og kepptu landsliðið og pressuliðið í Íþróttahúsinu á Digranesi. Góð stemming og spenna ríkti meðal hinna 300 áhorfenda í húsinu, því pressan stóð fyllilega í landsliðinu. Keppt var í 5 manna […]

Karatesamband Íslands 85

Karatesamband Íslands Fulltrúar á stofnþingi Karatesambandsins 1985. A.r.f.v: Kjell Tveit, Ævar Þorsteinsson, ?, David Haralds, Árni Einarsson, Ágúst Österby, ?, Atli Erlendsson, Sölvi Rafn Rafnsson, ?, Stefán Alfreðsson, Karl Gauti Hjaltason, Þorsteinn Halldórsson. F.r.f.v: Hannes Himarsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Jónína Olesen, Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, Katrín Gunnarsdóttir, Hermann Guðmundsson. Í fremri röð er Hermann Guðmundsson […]

Innanfélagsmót Karatefélags Reykjavíkur 1984

Innanfélagsmót Karatefélags Reykjavíkur 1984   Innanfélagsmót Karatefélagsins var haldið þann 8. desember í Íþróttahúsi Hvassaleitisskóla. Keppt var í kata og kumite. Í kata náði Jóhannes Karlsson strax töluverðri forystu, harðari og jafnari barátta varð um annað og þriðja sætið. Til úrslita kepptu 5 manns. Margrét Björnsdóttir átti góða möguleika á verðlaunum, en mistókst í seinni […]

Norðurlandamótið 1984

Norðurlandamótið 1984 Norðurlandamótið í karate var haldið í Karlstad í Svíþjóð þann 24. nóv. Til leiks voru mættir Norðmenn, NM-meistarar frá fyrra ári, Finnar, Svíar með einn heimsmeistara og silfurliðið af HM’84. Ísland mætti með lið og í fyrsta sinn var kvennmaður með til þátttöku. Liðið var skipað þeim Atla Erlendssyni, Árna Einarssyni, Ómari Ívarssyni […]

Goju-Kai 1985

Goju-Kai Meistaramótið 1985   Mótið var haldið í Íþróttahúsi Hvassaleitisskóla 26. janúar 1985. Þar voru mættir til leiks keppendur frá Karatefélagi Reykjavíkur og Karatedeild Stjörnunnar. Af þessu tilefni hafði Goju sambandið fengið hingað til lands Sensei Conny Ferm, 3. dan í goju-kai. Hann er einn helsti nemandi shihans Ingo de Jong, sem er okkur að […]

Afmælismót Karatefélags Reykjavíkur 1983

Afmælismót Karatefélags Reykjavíkur 1983   Gamanið hófst með því að Davíð Oddsson borgarstjóri setti mótið. Síðan hófst keppnin með kata kvenna. Þar bar hæst Jónína Olesen sem sigraði. Í sveitakeppninni var hápunkurinn er Atli Erlendsson KFR og Karl Gauti Hjaltason KFÞ áttust við. Þar sigraði Atli karl gauta glæsilega og innsiglaði þar með sigur Karatefélagsins. […]

Norðurlandamót

Norðurlandamótið 1983 Norðurlandamótið í karate fór fram í Osló 22. október 1983. Frá Íslandi fóru 9 manns, 6 keppendur og 3 áhorfendur. Margir gátu ekki farið vegna fjárskorts, því keppendur greiddu allan kostnað sjálfir eins og sönnum íþróttamönnum sæmir, nema hvað félögin Gerpla, Stjarnan og Þórshamar styrktu sína menn örlítið svona til að þeir yrðu […]