1984
Árið 1983 fara Árni Einarsson og Stefán Alfreðsson, sem þá var genginn í Karatedeild Stjörnunnar, á æfingabúðir hjá shihan Yamada, 5. dan Goju-kai í Þýskalandi. Hilmar Hansson er kosinn formaður KFR. Atli Erlendsson, Árni Einarsson og Ómar Ívarsson frá KFR taka þátt í Norðurlandamótinu en ná ekki verðlaunasæti. KFR gefur út Bækling-inn, 16 síður á vönduðum pappír.
Stefán Alfreðsson fer til Svíþjóðar á fund sensei Ingo de Jong, 4. dan Goju-kai. Shihan Ingo de Jong kemur til Íslands í desember og dvelur hér í eina viku. Skipt er um stílafbrigði og er farið að æfa hið japanska Goju-kai karate-do.
Afmælismót KFR er haldið í Laugardalshöll, 17. desember. Borgarstjórinn, Davíð Oddsson, setur mótið. KFR sigrar alla flokka nema þungavigtina. Kata kvenna: Jónína Olesen. Kumite karla -65 kg: Árni Einarsson. Kumite karla -75 kg: Ívar Hauksson. Kumite karla +75 kg: Ævar Þorsteinsson, Gerplu. Sveitakeppni: KFR.
Sigurlið KFR: Bjarni Kristjánsson, Atli Erlendsson, Bjarni Jónsson, Árni Einarsson,
Ómar Ívarsson, Ívar Hauksson, Vicente Carasco og Jónína Olesen.
1984
Árið 1984 er haldið fyrsta Goju-kai meistaramótið á Íslandi. Atli Erlendsson sigrar tvöfalt, bæði í kata og kumite. Karatenefnd ÍSÍ er skipuð. Árni Einarsson verður fulltrúi KFR.
Atli Erlendsson, Árni Einarsson og Jónína Olesen fara á æfingabúðir í Svíþjóð. Með í förinni eru einnig Stefán Alfreðsson og Anna Marie Stefánsdóttir frá Karatedeild Stjörnunnar.
Landslið Íslands í karate fer á Norðurlandamótið í Svíþjóð. Fjórir landsliðsmenn koma frá KFR: Atli Erlendsson, Árni Einarsson, Jónína Olesen og Ómar Ívarsson. Auk þeirra eru Karl Sigurjónsson, Þórshamri, og Stefán Alfreðsson, Stjörnunni, í liðinu. Ólafur Wallevik er landsliðsþjálfari. Atli og Árni verða í 3. – 4. sæti í kumite karla -60 kg flokki.
Cristian Kiel, Kimmo Koski, Atli Erlendsson og Árni Einarsson. Jónína Olesen lenti í 4. sæti í kata.
Innanfélagsmót KFR er haldið 8. desember í Íþróttahúsi Hvassaleitisskóla. Tvöfaldur sigurveigari í kata og kumite varð Jóhannes Karlsson.
1985
28. febrúar árið 1985 er Karatesamband Íslands stofnað. Á stofnfundinum eru Árni Einarsson og Atli Erlendsson fulltrúar KFR. Fyrsti formaður KAÍ er kosinn Hannes Hilmarsson frá Karatedeild Stjörnunnar. KFR gefur út blaðið Karate-Do.
Atli Erlendsson, Árni Einarsson, Jónína Olesen, Ólafur Egilsson og Sigurjón Gunnsteinsson fara á æfingabúðir í Þýskalandi.
Haldnar eru tvennar æfingabúðir með Shihan Ingo de Jong og tvennar með Sensei Conny Ferm.
Á pressumóti 2. mars á KFR rjómann af keppendum. Jónína Olesen sýndi kata í hléi.
Landsliðið keppti við Svía 30. mars í Gautaborg. Þar kepptu frá KFR Atli Erlendsson, Árni Einarsson og Jóhannes Karlsson.
Á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í karate fékk KFR yfirgnæfandi hluta verðlauna. 6 gull af 9, 3 silfur og 3 brons. Íslandsmeistarar 1985 frá KFR voru Jónína Olesen í kata og kumite, Atli Erlendsson í kata og kumite -70 kg, Árni Einarsson í kumite -65 kg og Jóhannes Karlsson í kumite – 80 kg.
KAÍ tók þátt í Evrópumótinu í karate í fyrsta sinn í maí. Keppendur frá Íslandi eru fjórir, þar af þrír frá KFR, þau Atli Einarsson í kata og kumite -60 kg, Árni Einarsson í kata og kumite -60 kg og Jónína Olesen í kata. Árni Einarsson náði 10. sæti í kata.
Aftari röð f.v. Gísli Pálsson, Sigþór Markússon,Karl Sigurjónsson, Jónína Olesen, Svanur Eyþórsson, Jóhannes Karlsson og Ólafur Wallevik landsliðsþjálfari. Fremri röð f.v. Kristín Einarsdóttir, Árni Einarsson, Ævar Þorsteinsson og Sigurjón Gunnsteinsson. Á myndina vantar Stefán Alfreðsson og Atla Erlendsson sem meiddust báðir.
NM ’85 var haldið í Reykjavík. Keppendur frá KFR voru Jónína Olesen, 4. sæti í kata, Atli Erlendsson, 3. sæti í kumite -60 kg, Jóhannes Karlsson, 2. sæti í kumite -80 kg, Árni Einarsson, 3. sæti í kata og Sigurjón Gunnsteinsson sem ekki vann til verðlauna.
Gestur Skarphéðinsson var kosinn í stjórn KAÍ.
Innanfélagsmót KFR er haldið 21. desember. Sigurvegarar voru í kata barna: Sigurður Arnar Jónsson. Kata unglinga: Ragnar Logi Magnason. Kata og kumite fullorðinna: Sigurjón Gunnsteinsson.
Árni Einarsson verður fyrstur til að vera valinn Karatemaður ársins af stjórn KAÍ.
1986
Árið 1986 er Atli Erlendsson ráðinn landsliðsþjálfari. Bæklingurin kemur út í stærð A5 og er 8 síður.
Árni Einarsson nær 11. sæti á EM í Madrid.
Atli Erlendsson er gráðaður í Nidan í Goju-kai Karate-do af shihan Goshi Yamaguchi í Svíþjóð í júlí.
KFR vinnur fimm íslandsmeistaratitla: Árni Einarsson í kata og kumite -65 kg, Konráð Stefánsson í kumite -80 kg, Atli Erlendsson í opnum flokki í kumite og Jónína Olesen í kata.
Goju-kai meistaramótið er haldið á Hvolsvelli og sigra Sigurður Arnar Jónsson í kata hnokka, Gylfi S. Gylfason í kumite hnokka og Bergþór Jakobsson í kumite drengja.
Karatesambandið stóð fyrir þriggja landa keppni á milli Íslendinga, Skota og Norður-Íra. Ólafur Helgi Hreinsson sigraði í einstaklingskeppninni.
Shihan Ingo de Jong er með æfingabúðir 1. – 6. nóvember.
Á NM í Helsinki varð Atli Erlendsson í 3ja sæti í -65 kg flokki og Árni Einarsson og Jónína Olesen í 3ja sæti í kata.
Innanfélagsmót KFR var haldið 29. nóvember og sigurvegarar urðu Halldór Svavarsson í kata karla, Konráð Stefánsson í kumite karla, Anna Carlsdóttir í kumite og kata kvenna, Davíð Sigþórsson í kumite og kata unglinga, Gylfi S. Gylfason í kumite barna og Unnar Snær Bjarnason í kata barna.
Fyrsta Reykjavíkurmótið er haldið á milli KFR og KFÞ. KFR sigrar óvefengjanlega á mótinu.
Árni Einarsson var valinn karatemaður ársins annað árið í röð.
1987
KAÍ hélt sitt fyrsta Unglingameistaramót og var keppt bæði í kata og kumite. Unnar Snær Bjarnason sigraði í kata barna, Arnar Orri Bjarnason í kata unglinga, Alfreð Gunnarsson í kumite 13-14 ára og lið KFR í hópkata.
Árni Einarsson tók þátt í Opna hollenska og var skammt frá því að komast í úrslit en tapaði eftir framlengingu.
Um sumarið fór fjölmennur hópur bæði unglinga og fullorðinna til London í byrjun september á æfingabúðir og til að keppa á Evrópumóti Goju-kai. Atli Erlendsson sigraði í -65 kg flokki, Árni Einarsson sigraði í -60 kg flokki, Jónína Olesen verð í 2. sæti í kata og sveit frá KFR varð í 2. sæti í hópkata kvenna. Þá varð Ísland í 3. sæti í sveitakeppni í kumite karla.
Keppnissveitin frá Íslandi á EM Goju-kai 1987. T.h. Gerd Rebicek frá Ungverjalandi.
Íslandsmeistaramótinu lauk með nær algjörum sigri KFR en keppendur frá félaginu vinna 6 gull af 8. Árni Einarsson í -65 kg flokki og kata, Sigurjón Gunnsteinsson í – 73 kg flokki, Konráð Stefánsson í -80 kg flokki og Jónína Olesen í kumite og kata kvenna.
Atli Erlendsson hættir sem landsliðsþjálfari.
Á NM kemst Jónína Olesen í úrslit en getur ekki keppt vegna meiðsla og verður því í 2. sæti í kumite og í því 3. í kata. Árni Einarsson keppir um gullið í -60 kg flokki en tapar og lendir í 2. sæti. Atli Erlendsson nær 3. sæti í -65 kg flokki.
Ísland tekur þátt í Þriggja landa móti og Atli Erlendsson lendir í 2. sæti í einstaklingskeppninni.
Árni Einarsson er valinn karatemaður ársins þriðja árið í röð.
1988
Á Goju-kai meistaramótinu sigrar Harpa Svansdóttir í kata og kumite stúlkna, Áslaug Jónsdóttir í kata kvenna, Unnar Snær Bjarnason í kata pilta, Sóveig Halldórsdóttir í kumite kvenna og Gylfi S. Gylfason í kumite pilta.
Árni Einarsson tekur að sér að stjórna landsliðsæfingum þar til ráðinn er nýr landsliðsþjálfari.
Á Unglingameistaramóti KAÍ sigrar KFR í eftirfarandi greinum: Sigurður Arnar Jónsson í kata barna, Unnar Snær Bjarnason í kata pilta, Arnar Orri Bjarnason í kata drengja, og Sólveig Halldórsdóttir í kumite stúlkna. Einnig sigrar lið KFR í hópkata.
Jónína Olesen lendir í 2. sæti á Opna Hollenska. Árni Einarsson fellur úr keppni á EM á Ítalíu eftir að hafa rifbeinsbrotnað.
Jónína Olesen, Konráð Stefánsson, Reinharð Reinharðsson og Einar Gröndal frá KFR auk Hannesar Hilmarsson frá Karatedeild Stjörnunnar fara á æfingabúðir Goju-kai í Murren í Sviss.
KFR hætti í Goju-kai um haustið.
KFR flytur í nýtt húsnæði í kjallara Laugardalssundlaugar. Sigurjón Gunnsteinsson hreppir annað sætið í landskeppni við Þýskaland. Á þriggja landa mótinu á N-Írlandi sigrar Konráð Stefánsson í kumite karla og karlalið Íslands lendir í öðru sæti.
Á íslandsmeistaramótinu 26. nóvember fær KFR 6 gull, 3 silfur og 4 brons. Hildur Svavarsdóttir og Sigurjón Gunnsteinsson sigra tvöfalt.
Árni Einarsson hætti sem formaður KFR og hættir þjálfun og æfingum vegna meiðsla í öxl. Atli Erlendsson hættir einnig æfingum.
Sigurjón Gunnsteinsson er valinn karatemaður ársins.
1989
Jónína Olesen sigrar í kata og Konráð Stefánsson í kumite -75 kg flokki á Bikarmóti KAÍ.
KFR sigrar á Unglingameistaramótinu í febrúar.
Á Íslandsmeistaramótinu sigrar KFR í sex af átta flokkum á mótinu.
Íslendingar eignast sinn fyrsta norðurlandameistara í karate þegar Halldór Svavarsson, KFR, sigrar í -65 kg flokki í kumite. Jónína Olesen nær 2. sæti í kata á sama móti.
Halldór Svavarsson er valinn karatemaður ársins.
1990
Enginn keppandi frá KFR keppir á Íslandsmeistaramótinu í Kata.
Gunnar Ingi Halldórsson sigrar opna flokkinn á Íþróttahátíðarmót í Karate. Hann sigra einnig á Þriggja landa mótinu í Reykjavík í október. Landsliðið er skipað keppendum frá KFR og hreppir annað sætið.
Gunnar Ingi Halldórsson sigrar í kumite karla og Jónína Olesen í kumite kvenna á sjónvarpsmóti. KFR tekur þátt í Opna Enska í karate og lendir Gunnar Ingi Halldórsson í 2. sæti í kumite. Atli Erlendsson og Árni Einarsson fara á fund Sensei George Andrews sem kemur í fyrsta sinn til Íslands.
Ómar Ívarsson sigrar þrefalt á Íslandsmeistaramótinu í kumite. KFR verður Íslandsmeistari auk þess að fá 4 titla. 5 gull, 6 silfur og 3 brons.
Félagar úr KFR ásamt Sensei George Andrews og tveimur Englendingum sýna Okinawa Goju-Ryu á Íslandsmeistaramótinu í Kata.
KFR gengur í International Okinawan Goju-Ryu Karatedo Federation, IOGKF.
Ómar Ívarsson er valinn karatemaður ársins.
Formenn KFR 1983 – 1990.
Hilmar Hansson 1983-1984
Ólafur Egilsson 1985
Árni Einarsson 1986-1988
Gunnar Ingi Halldórsson 1988-1990.