Karatefélag Reykjavíkur

1983-1990

1984
Árið 1983 fara Árni Einarsson og Stefán Alfreðsson, sem þá var genginn í Karatedeild Stjörnunnar, á æfingabúðir hjá shihan Yamada, 5. dan Goju-kai í Þýskalandi. Hilmar Hansson er kosinn formaður KFR. Atli Erlendsson, Árni Einarsson og Ómar Ívarsson frá KFR taka þátt í Norðurlandamótinu en ná ekki verðlaunasæti. KFR gefur út Bækling-inn, 16 síður á vönduðum pappír.

Stefán Alfreðsson fer til Svíþjóðar á fund sensei Ingo de Jong, 4. dan Goju-kai. Shihan Ingo de Jong kemur til Íslands í desember og dvelur hér í eina viku. Skipt er um stílafbrigði og er farið að æfa hið japanska Goju-kai karate-do.

Afmælismót KFR er haldið í Laugardalshöll, 17. desember. Borgarstjórinn, Davíð Oddsson, setur mótið. KFR sigrar alla flokka nema þungavigtina. Kata kvenna: Jónína Olesen. Kumite karla -65 kg: Árni Einarsson. Kumite karla  -75 kg: Ívar Hauksson. Kumite karla +75 kg: Ævar Þorsteinsson, Gerplu. Sveitakeppni: KFR.

AMKFR83
Sigurlið KFR: Bjarni Kristjánsson, Atli Erlendsson, Bjarni Jónsson, Árni Einarsson,

Ómar Ívarsson, Ívar Hauksson, Vicente Carasco og Jónína Olesen.

1984

Árið 1984 er haldið fyrsta Goju-kai meistaramótið á Íslandi. Atli Erlendsson sigrar tvöfalt, bæði í kata og kumite. Karatenefnd ÍSÍ er skipuð. Árni Einarsson verður fulltrúi KFR.
Atli Erlendsson, Árni Einarsson og Jónína Olesen fara á æfingabúðir í Svíþjóð. Með í förinni eru einnig Stefán Alfreðsson og Anna Marie Stefánsdóttir frá Karatedeild Stjörnunnar.
Landslið Íslands í karate fer á Norðurlandamótið í Svíþjóð. Fjórir landsliðsmenn koma frá KFR: Atli Erlendsson, Árni Einarsson, Jónína Olesen og Ómar Ívarsson.  Auk þeirra eru Karl Sigurjónsson, Þórshamri, og Stefán Alfreðsson, Stjörnunni, í liðinu. Ólafur Wallevik er landsliðsþjálfari.  Atli og Árni verða í 3. – 4. sæti í kumite karla -60 kg flokki.

 NM84A    

Cristian Kiel, Kimmo Koski, Atli Erlendsson og Árni Einarsson. Jónína Olesen lenti í 4. sæti í kata.

Innanfélagsmót KFR er haldið 8. desember í Íþróttahúsi Hvassaleitisskóla. Tvöfaldur sigurveigari í kata og kumite varð Jóhannes Karlsson.

1985

28. febrúar árið 1985 er Karatesamband Íslands stofnað. Á stofnfundinum eru Árni Einarsson og Atli Erlendsson fulltrúar KFR. Fyrsti formaður KAÍ er kosinn Hannes Hilmarsson frá Karatedeild Stjörnunnar. KFR gefur út blaðið Karate-Do.
Atli Erlendsson, Árni Einarsson, Jónína Olesen, Ólafur Egilsson og Sigurjón Gunnsteinsson fara á æfingabúðir í Þýskalandi.
Haldnar eru tvennar æfingabúðir með Shihan Ingo de Jong og tvennar með Sensei Conny Ferm.
Á pressumóti 2. mars á KFR rjómann af keppendum. Jónína Olesen sýndi kata í hléi.
Landsliðið keppti við Svía 30. mars í Gautaborg. Þar kepptu frá KFR Atli Erlendsson, Árni Einarsson og Jóhannes Karlsson.
Á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í karate fékk KFR yfirgnæfandi hluta verðlauna. 6 gull af 9, 3 silfur og 3 brons. Íslandsmeistarar 1985 frá KFR voru Jónína Olesen í kata og kumite, Atli Erlendsson í kata og kumite -70 kg, Árni Einarsson í kumite -65 kg og Jóhannes Karlsson í kumite – 80 kg.
KAÍ tók þátt í Evrópumótinu í karate í fyrsta sinn í maí. Keppendur frá Íslandi eru fjórir, þar af þrír frá KFR, þau Atli Einarsson í kata og kumite -60 kg, Árni Einarsson í kata og kumite -60 kg og Jónína Olesen í kata. Árni Einarsson náði 10. sæti í kata.

NM85A

Aftari röð f.v. Gísli Pálsson, Sigþór Markússon,Karl Sigurjónsson, Jónína Olesen, Svanur Eyþórsson, Jóhannes Karlsson og Ólafur Wallevik landsliðsþjálfari. Fremri röð f.v. Kristín Einarsdóttir, Árni Einarsson, Ævar Þorsteinsson og Sigurjón Gunnsteinsson. Á myndina vantar Stefán Alfreðsson og Atla Erlendsson sem meiddust báðir.

NM ’85 var haldið í Reykjavík. Keppendur frá KFR voru Jónína Olesen, 4. sæti í kata, Atli Erlendsson, 3. sæti í kumite -60 kg, Jóhannes Karlsson, 2. sæti í kumite -80 kg, Árni Einarsson, 3. sæti í kata og Sigurjón Gunnsteinsson sem ekki vann til verðlauna.
Gestur Skarphéðinsson var kosinn í stjórn KAÍ.
Innanfélagsmót KFR er haldið 21. desember. Sigurvegarar voru í kata barna: Sigurður Arnar Jónsson. Kata unglinga: Ragnar Logi Magnason. Kata og kumite fullorðinna: Sigurjón Gunnsteinsson.
Árni Einarsson verður fyrstur til að vera valinn Karatemaður ársins af stjórn KAÍ.

1986

Árið 1986 er Atli Erlendsson ráðinn landsliðsþjálfari. Bæklingurin kemur út í stærð A5 og er 8 síður.
Árni Einarsson nær 11. sæti á EM í Madrid.
Atli Erlendsson er gráðaður í Nidan í Goju-kai Karate-do af shihan Goshi Yamaguchi í Svíþjóð í júlí.
KFR vinnur fimm íslandsmeistaratitla: Árni Einarsson í kata og kumite -65 kg, Konráð Stefánsson í kumite -80 kg, Atli Erlendsson í opnum flokki í kumite og Jónína Olesen í kata.
Goju-kai meistaramótið er haldið á Hvolsvelli og sigra Sigurður Arnar Jónsson í kata hnokka, Gylfi S. Gylfason í kumite hnokka og Bergþór Jakobsson í kumite drengja.
Karatesambandið stóð fyrir þriggja landa keppni á milli Íslendinga, Skota og Norður-Íra. Ólafur Helgi Hreinsson sigraði í einstaklingskeppninni.
Shihan Ingo de Jong er með æfingabúðir 1. – 6. nóvember.
Á NM í Helsinki varð Atli Erlendsson í 3ja sæti í -65 kg flokki og Árni Einarsson og Jónína Olesen í 3ja sæti í kata.
Innanfélagsmót KFR var haldið 29. nóvember og sigurvegarar urðu Halldór Svavarsson í kata karla, Konráð Stefánsson í kumite karla, Anna Carlsdóttir í kumite og kata kvenna, Davíð Sigþórsson í kumite og kata unglinga, Gylfi S. Gylfason í kumite barna og Unnar Snær Bjarnason í kata barna.
Fyrsta Reykjavíkurmótið er haldið á milli KFR og KFÞ. KFR sigrar óvefengjanlega á mótinu.
Árni Einarsson var valinn karatemaður ársins annað árið í röð.

1987

KAÍ hélt sitt fyrsta Unglingameistaramót og var keppt bæði í kata og kumite. Unnar Snær Bjarnason sigraði í kata barna, Arnar Orri Bjarnason í kata unglinga, Alfreð Gunnarsson í kumite 13-14 ára og lið KFR í hópkata.
Árni Einarsson tók þátt í Opna hollenska og var skammt frá því að komast í úrslit en tapaði eftir framlengingu.
Um sumarið fór fjölmennur hópur bæði unglinga og fullorðinna til London í byrjun september á æfingabúðir og til að keppa á Evrópumóti Goju-kai. Atli Erlendsson sigraði í -65 kg flokki, Árni Einarsson sigraði í -60 kg flokki, Jónína Olesen verð í 2. sæti í kata og sveit frá KFR varð í 2. sæti í hópkata kvenna. Þá varð Ísland í 3. sæti í sveitakeppni í kumite karla.

London87A

Keppnissveitin frá Íslandi á EM Goju-kai 1987. T.h. Gerd Rebicek frá Ungverjalandi.

Íslandsmeistaramótinu lauk með nær algjörum sigri KFR en keppendur frá félaginu vinna 6 gull af 8. Árni Einarsson í -65 kg flokki og kata, Sigurjón Gunnsteinsson í – 73 kg flokki, Konráð Stefánsson í -80 kg flokki og Jónína Olesen í kumite og kata kvenna.
Atli Erlendsson hættir sem landsliðsþjálfari.
Á NM kemst Jónína Olesen í úrslit en getur ekki keppt vegna meiðsla og verður því í 2. sæti í kumite og í því 3. í kata. Árni Einarsson keppir um gullið í -60 kg flokki en tapar og lendir í 2. sæti. Atli Erlendsson nær 3. sæti í -65 kg flokki.
Ísland tekur þátt í Þriggja landa móti og Atli Erlendsson lendir í 2. sæti í einstaklingskeppninni.
Árni Einarsson er valinn karatemaður ársins þriðja árið í röð.

1988

Á Goju-kai meistaramótinu sigrar Harpa Svansdóttir í kata og kumite stúlkna, Áslaug Jónsdóttir í kata kvenna, Unnar Snær Bjarnason í kata pilta, Sóveig Halldórsdóttir í kumite kvenna og Gylfi S. Gylfason í kumite pilta.
Árni Einarsson tekur að sér að stjórna landsliðsæfingum þar til ráðinn er nýr landsliðsþjálfari.
Á Unglingameistaramóti KAÍ sigrar KFR í eftirfarandi greinum: Sigurður Arnar Jónsson í kata barna, Unnar Snær Bjarnason í kata pilta, Arnar Orri Bjarnason í kata drengja, og Sólveig Halldórsdóttir í kumite stúlkna. Einnig sigrar lið KFR í hópkata.
Jónína Olesen lendir í 2. sæti á Opna Hollenska. Árni Einarsson fellur úr keppni á EM á Ítalíu eftir að hafa rifbeinsbrotnað.
Jónína Olesen, Konráð Stefánsson, Reinharð Reinharðsson og Einar Gröndal frá KFR auk Hannesar Hilmarsson frá Karatedeild Stjörnunnar fara á æfingabúðir Goju-kai í Murren í Sviss.
KFR hætti í Goju-kai um haustið.
KFR flytur í nýtt húsnæði í kjallara Laugardalssundlaugar. Sigurjón Gunnsteinsson hreppir annað sætið í landskeppni við Þýskaland. Á þriggja landa mótinu á N-Írlandi sigrar Konráð Stefánsson í  kumite karla og karlalið Íslands lendir í öðru sæti.
Á íslandsmeistaramótinu 26. nóvember fær KFR 6 gull, 3 silfur og 4 brons. Hildur Svavarsdóttir og Sigurjón Gunnsteinsson sigra tvöfalt.
Árni Einarsson hætti sem formaður KFR og hættir þjálfun og æfingum vegna meiðsla í öxl. Atli Erlendsson hættir einnig æfingum.
Sigurjón Gunnsteinsson er valinn karatemaður ársins.

1989

Jónína Olesen sigrar í kata og Konráð Stefánsson í kumite -75 kg flokki á Bikarmóti KAÍ.
KFR sigrar á Unglingameistaramótinu í febrúar.
Á Íslandsmeistaramótinu sigrar KFR í sex af átta flokkum á mótinu.
Íslendingar eignast sinn fyrsta norðurlandameistara í karate þegar Halldór Svavarsson, KFR, sigrar í -65 kg flokki í kumite. Jónína Olesen nær 2. sæti í kata á sama móti.
Halldór Svavarsson er valinn karatemaður ársins.

1990

Enginn keppandi frá KFR keppir á Íslandsmeistaramótinu í Kata.
Gunnar Ingi Halldórsson sigrar opna flokkinn á Íþróttahátíðarmót í Karate. Hann sigra einnig á Þriggja landa mótinu í Reykjavík í október. Landsliðið er skipað keppendum frá KFR og hreppir annað sætið.
Gunnar Ingi Halldórsson sigrar í kumite karla og Jónína Olesen í kumite kvenna á sjónvarpsmóti. KFR tekur þátt í Opna Enska í karate og lendir Gunnar Ingi Halldórsson í 2. sæti í kumite. Atli Erlendsson og Árni Einarsson fara á fund Sensei George Andrews sem kemur í fyrsta sinn til Íslands.
Ómar Ívarsson sigrar þrefalt á Íslandsmeistaramótinu í kumite. KFR verður Íslandsmeistari auk þess að fá 4 titla. 5 gull, 6 silfur og 3 brons.
Félagar úr KFR ásamt Sensei George Andrews og tveimur Englendingum sýna Okinawa Goju-Ryu á Íslandsmeistaramótinu í Kata.
KFR gengur í International Okinawan Goju-Ryu Karatedo Federation, IOGKF.
Ómar Ívarsson er valinn karatemaður ársins.

Formenn KFR 1983 – 1990.
Hilmar Hansson 1983-1984
Ólafur Egilsson 1985
Árni Einarsson 1986-1988
Gunnar Ingi Halldórsson 1988-1990.