2001
Fengum fyrstu sendingu af nýjum gólfdýnum í stað parketsins sem skemmdist.Unglingameistaramótið í kumite haldið 4. febrúar í Íþróttahúsinu við Strandgötu.
Unglingameistaramótið í kata haldið 25. febrúar í Laugardalshöll.
KFR bauð Sensei Ernie Molyneux 6. dan, til að hafa æfingabúðir dagana 8. til 11. mars.
Íslandsmeistaramótið í kata haldið 24. mars. Keppendur frá KFR ná 2. sæti í kata karla, 4. sæti í kata kvenna og 2. sæti í hópkata kvenna.
Innanfélagsmót KFR var haldið 1. maí í íþróttasal Laugarnesskóla.
Í lok Bikarmótaraðar KAÍ 2000-2001 varð Heiða Björg Ingadóttir í 3. sæti í heildarstigakeppni kvenna. Greinar um félagið fara að birtast í Hár og fegurð.
7 félagsmenn KFR fara á Gasshuku á Ítalíu. Samið er við Sensei Morio Higaonna um að koma til Ísland vorið 2003 og halda 3 daga æfingabúðir.
Æfingabúðir með Sensei Gerry Flemming 5. dan, 21. – 23. september í húsakynnum KFR. Sunnudaginn 30. september var GOJU-RYU meistarmótið 2001 haldið í Fylkishöllinni.Íslandsmeistaramótið í Kumite fór fram sunnudaginn 14. október í Íþróttahúsinu Austurbergi.
Laugardaginn 8. desember hélt Sensei George Andrews, Dan gráðun hjá Karatefélaginu en á undan voru 4 daga æfingabúðir. Eftirtaldir voru gráðaðir:
Grétar Örn Halldórsson, 4. Dan
Ólafur Helgi Hreinsson, 3. Dan
Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, 3. Dan
Davíð Þór Sigþórsson, 2. Dan
Ómar Ívarsson, 2. Dan
Guðbjartur Rúnarsson, 1. Dan
Inga Sonja Emilsdóttir, 1. Dan
2002
Unglingameistarmótið í kumite er haldið í Smáranum 2. febrúar. 4 keppendur frá KFR vinna til verðlauna, 2 silfur og 2 brons.
Sensei Torben Svendsen, 4. dan, var með æfingabúðir hjá KFR. Sérstök áhersla var lögð á kata og kihon. Æfingarnar skiluðu sér því unglingarnir sigruðu UM í kata stuttu síðar.
Unglingameistaramótið í kata er haldið í Smáranum 2. mars. Keppendur frá KFR ná sínum besta árangri í mörg ár. 6 gull, 3 silfur og 4 brons. KFR er jafnt að stigum við Þórshamar en vinnur fleiri gull og er því Félagsmeistari unglinga í Kata 2002.
Laugardaginn 9. mars er Innanfélagsmót KFR fyrir 16 ára og eldri. Mótið var haldið í sölum KFR.
Íslandsmeistaramótið í kata er haldið í Íþróttahúsi Hagaskóla 23. mars. KFR fær 1 brons. Ólafur Helgi Hreinsson fær viðurkenningu frá KAÍ fyrir störf í þágu karate á Íslandi.
Æfingabúðir með Sensei George Andrews 7. dan, 11. – 14. april. Tveir voru gráðir í shodan í lok æfingabúðanna, Rúnar Ingi Ásgeirsson og Anton Kaldal Ágústsson.
9. maí var haldið Dómaranámskeið hjá KFR fyrir þá sem höfðu áhuga á að dæma eða kynna sér breyttar reglur við dómgæslu í kumite. Helgi Jóhannesson, 3.Dan, hélt námskeiðið. 3 félagsmenn fengu B-meðdómara réttindi.
Þátttakendur í gráðun í London 9. júní 2002.
2. – 9. júni var farið í æfingaferð til Sensei George Andrews í London. Gist var í svefnpokaplássi í Dojoinu. Æft var öll kvöldi alla daga vikunnar og endað á æfingabúðum 7.-9. júní sem lauk með brún- og svartbeltara gráðun þann 9. júni. Jóhannes Karlsson var gráðaður í shodan.
Laugardaginn 19. október var haldið Unglingamót í Kumite í Íþróttahúsinu Austubergi. KFR fékk 1 silfur og 1 brons.
Íslandsmeistaramótið í kumite var haldið í Fylkishöllinni 2. nóvember. KFR vann 2 brons.
Gretar Örn Halldórsson, Ólafur Helgi Hreinsson og Matthías B. Matthíasson fara í æfingaferð til Sensei George Andrews í London.
Æfingabúðir með Sensei George Andrews, 7. Dan, 4.-7. desember hjá KFR.
2003
Ingólfur Snorrason, landsliðsmaður í karate, er fenginn til að hafa kumite æfingar vikulega í KFR.
Meistaramót barna í Kata 2003 var haldið laugardaginn 1. febrúar á Ásvöllum, í Íþróttahúsi Hauka. Karatefélag Reykjavíkur stóð uppi sem Barnameistari félaga í Kata árið 2003 með 21 stig.
Íslandsmeistaramótið í Kata var haldið laugardaginn 8. mars í Íþróttahúsi Hagaskóla. Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson sigrar í Kata karla og endurheimtir íslandsmeistaratitilinn.
10 þátttakendur eru frá KFR á 5 ára afmælismóti Karatedeildar Víkings.
KFR stóð fyrir Gasshuku á Íslandi með Sensei Morio Higaonna, 9. Dan og Sensei George Andrews, 7. Dan, í Fylkishöllinni 9.-11. maí. Herra Hitoshi Abe, sendifulltrúi frá Japanska sendiráðinu og Sigríður Jónsdóttir, vara-forseti ÍSÍ, buðu þá velkomna til Íslands í upphafi búðanna. Um 40 börn og 75 fullorðnir iðkendur tóku þátt í æfingabúðunum. Sensei Higaonna og Sensei George fóru í Bláa lónið eftir æfingar á laugardeginum.
Helgina 5.-7. september fara 7. félagsmenn á æfingabúðir í London hjá Sensei Kazuo Terauchi.
Opna Reykjavíkurmótið er haldið 20. september í tilefni af 30. ára afmæli félagsins. Um 100 keppendur frá 7 félögum tóku þátt. Um kvöldið er Afmælishátíð KFR haldin í Kiwanishúsinu og koma 10 gamlir félagar frá árdögum félagsins á hátíðina.
Unglingameistaramót í kumite er haldið laugardaginn 25. október. Íslandsmeistaramót í kumite er haldið laugardaginn 15. nóvember. KFR fékk 11 stig og lenti í þriðja sæti í stigakeppni félaga.
Sensei George Andrews kemur til landsins og er með æfingabúðir 19. – 23. nóvember. 6 félagsmenn fara í gráðun hjá honum, Brynjar Aðalsteinsson og Reinharð Reinharðsson í shodan og 4 í 1. – 3. kyu. Fimm félagar fóru á æfingabúðir í Langesund, Noregi, 12.-14. desember hjá Sensei Bakkise Laubscher, Sensei Ernie Molyneux og Sensei Roy Flat.
2004
Meistaramót barna í Kata 2004 var haldið sunnudaginn 25. janúar í íþróttahúsi Breiðabliks, Smáranum, Kópavogi. Karatefélag Reykjavíkur stóð uppi sem Barnameistari félaga í Kata annað árið í röð með 35 stig.
Unglingameistaramót í Kata 2004 var haldið í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi laugardaginn 14. febrúar. 15 Keppendur frá KFR ná 24 stigum og öðru sæti í stigagjöf félaganna.
6 konur úr félaginu fara á æfingabúðir með Sensei Lindu Merchant í London 21.-23 febrúar.
Íslandsmeistarmótið í Kata 2004 var haldið í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 20. mars. 10 keppendur frá KFR tóku þátt. Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson varði Íslandsmeistartitil sinn frá fyrra ári og hópkatalið kvenna varð í þriðja sæti á mótinu. Sensei George Andrews var með æfingabúðir hjá félaginu helgina 24.-28. mars. Um 50 mans tóku þátt.
Hópur keppenda frá Íslandi tók þátt í Sænska bikarmótinu í kata 28. mars. Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson náði 3ja sæti í flokki svartbeltara og Andri Bjartur Jakobsson 3ja sæti í flokki 15. ára. 5 aðrir keppendur frá Íslandi unnu til verðlauna.
Goju-Ryu Meistaramótið 2004 fór fram í Fylkishöllinni 4. apríl. Um 50 keppendur tóku þátt.
Dagana 20. og 21. apríl fengu 3 unglingar Junior Shodan gráðu, Fanney Gunnarsdóttir, Pétur Orri Ragnarsson og Sindri Snær Jónsson.
Heiða Björg Ingadóttir er gráðuð í Shodan í lok æfingabúða hjá Sensei Georg Andrews í London 6. júní.
31. ágúst, á 60 ára afmæli ÍBR, er Ólafur Helgi Hreinsson sæmdur gullmerki ÍBR fyrir störf í þágu karateíþróttarinnar í Reykjavík.
Sensei Ernie Mulyneux, 7. dan, kemur og er með æfingabúðir 30. sept – 2. október hjá KFR. Sensei Linda Merchant, 5. dan, kemur á vegum Karatesambandsins og er með æfingabúðir fyrir konur 8. – 10. október.
Unglingameistaramót í Kumite 2004 er haldið í Íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ og eru 19 keppendur frá KFR. Íslandsmeistarmótið í kumite 2004 er haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. 9 keppendur eru frá KFR. Halldór Svavarsson sigrar í -70 kg flokki. A lið karla lenti í 3ja sæti í sveitakeppninni. KFR lendir í öðru sæti í stigakeppni félaga.
Sensei George Andrews kemur til félagsins og er með æfingabúðir 17. – 20. nóvember. 9 félagsmenn fara í gráðun hjá honum. Halldór Svavarsson í 4. Dan, Inga Sonja Emilsdóttir og Jóhannes Karlsson í 2. Dan. Finnur Þorgeirsson, Fjóla Þorgeirsdóttir og Mímir Völundarson í 1. Dan. Auk þeirra fara fjórir félagsmenn í 1. – 3. kyu.
Tvö Reykjavíkurmeistaramót eru haldin í nóvember og desember. Karatefélag Reykjavíkur varð Reykjavíkurmeistari félaga með flesta stig, 33, úr samanlögðum árangri úr báðum mótunum.
2005
Meistaramót barna í kata 2005 var haldið í Íþróttahúsinu Austurbergi sunnudaginn 23. janúar. Um 18 keppendur frá KFR taka þátt og ná öðru sæti í samanlögðum stigum félaga. KFR sá um framkvæmd mótssins. Landskeppni milli Íslands og Noregs laugardaginn 29. janúar. Gretar Halldórsson, Halldór Svavarsson og Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson eru með sýningaratriði í hálfleik.
Unglingameistaramót í Kata 2005 var haldið í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi laugardaginn 12. febrúar. 11 keppendur frá KFR ná 13 stigum og öðru sæti í stigagjöf félaga.
Tveir félagsmenn fara á æfingbúðir með Sensei Lindu Marchant í London 18.- 20. febrúar.
Reinharð Reinharðsson er sæmdur silfurmerki KAÍ á Karateþingi 17. mars fyrir störf í þágu karateíþróttarinnar á Íslandi.
Vilhjálmur Svan vinnur til bronsverðlauna í flokki fullorðinna svartbeltara á Svenska Kata Pokalen 19. mars. 3 aðrir keppendur frá Íslandi vinna til verðlauna.
Vilhjálmur Svan sigrar þriðja árið í röð á Íslandsmeistaramótinu í Kata 2005 sem haldið er í Smáranum 2. apríl. Hann gerir kata Suparimpei í úrslitaviðureigninni.
Nokkrir félagsmenn taka þátt í opnu kumitemóti hjá Vikingum. Goju-meistaramótið 2005 haldið í Fylkishöllinni 23. apríl. Um 40 keppendur taka þátt. Rúmlega 40 börn fara í gráðanir 19. og 20. apríl. Guðmundur Heimisson gráður í junior Shodan.
Sensei Ernie Mulyneux, 7. Dan, kom til landsins og hélt hann æfingabúðir 1.- 3. júlí í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Um 30 iðkendur komu á búðirnar frá KFR, Fylki og Völsungi.
Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson tekur þátt í Evrópumóti Goju-Ryu félaga sem haldið er í Vín, Austurríki og keppir í kata. Hann keppir einnig í kata fyrir Íslands hönd á NM í Tempare, Finnlandi, en mótið er haldið 15. október eftir 6 ára hlé.
Unglingameistaramótið í kumite er haldið í Víkinni sunnudaginn 30. október. Um 10 keppendur eru frá KFR. Íslandsmeistaramótið í kumite haldið í Fylkishöllinni, 5. nóvember. Ari Freyr Sveinbjörnsson lendir í 3-4 sæti í -80 kg. flokki.
Sensei Steven Morris, 6. dan Shito Ryu, kemur til landsins í samvinnu KFR og Kobi Osaka á Íslandi. Hann er með æfingar fyrir börn og fullorðna í kumite hjá KFR laugardaginn 19. nóvember.
Reykjavíkurmeistaramót í karate er haldið 3. desember í Íþróttahúsi Seljaskóla.
Tæplega 60 börn fara í gráðun. Kristófer Ísak Karlsson og Snæbjörn Valur Ólafsson gráðaðir í junior Shodan.
2006
Meistaramót barna í kata 2006 haldið í Fylkishöllinni sunnudaginn 5. febrúar. Um 14 keppendur frá KFR taka þátt. Jóvan, Vésteinn og Ólafur vinna til verðlauna. Karateþing haldið 11. febrúar. Reinharð Reinharðsson, formaður KFR, kosinn formaður KAÍ. 18. febrúar eru Andri Bjartur Jakobsson og Goði Ómarsson heiðraðir af ÍBR og Spron fyrir að hafa unnið Íslandsmeistaratitla í sínum flokkum árið 2005.
Sensei George Andrews kemur og er með æfingabúðir 24. til 26. febrúar. Opin æfing fyrir almenning í tilefni Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar er haldin í milli 12 og 13 sunnudaginn 26. mars.
Unglingameistaramótið í Kata 2006 haldið í Smáranum. Kristófer Ísak Karlsson og Andri Bjartur Jakobsson sigra í sínum flokkum.
Sensei Steven Morris er með kumiteæfingu hjá KFR sunnudaginn 26. mars.
Andri Bjartur Jakobsson tekur þátt í Opna Sænska Katamótinu 23. mars. Íslandsmeistaramótið í kata 2006 er haldið í Íþróttahúsi Grafarvogs. Andri Bjartur Jakobsson nær 3ja sæti í kata karla. Goju-meistaramótið 2006 haldið í Fylkishöllinni 8. apríl.
Bragi Sigurðsson, Bryndís Valbjarnardóttir og Jan Klitgaard gráðuð í Shodan.
Reykjavíkurmeistaramótið í karate haldið í Íþróttahúsi Seljaskóla sunnudaginn 30. apríl.
Ólafur Helgi Hreinsson og Reinharð Reinharðsson fara á MCF 2006 í Niagara Falls, Kanada.
Fyrsta GrandPrix mótið fyrir keppendur 12 – 17 ára haldið 2. október.
1. Bikarmót KAÍ 2006 – 2007 haldið í Fylkishöllinni 9. október.
Jan Christoffersen, landsliðsþjálfara Dana í kumite er með æfingu hjá KFR föstudaginn 24. október.
Íslandsmeistaramótið í kumite 2006 fór fram í Íþróttahúsinu Strandgötu. Gísli Backman KFR nær 2. sætið í -70 kg flokki karla.
Sensei George Andrews er með æfingabúðir hjá KFR 20. – 24. nóvember.
Pétur Þór Melsted heiðraður með Shodan gráðu að honum látnum.
2007
Karatedagurinn 2007 var haldinn í Smáranum laugardaginn 13. janúar. Gretar Örn Halldórsson og Ólafur Helgi Hreinsson voru meðal þjálfara.
Meistaramót barna í kata var haldið í Smáranum sunnudaginn 11. febrúar. Um 180 keppendur voru skráðir til keppni og átti KFR 16 keppendur á mótinu. Þrír þeirra unnu til verðlauna, Jóvan gull og Vésteinn brons í kata 12 ára og Jóvan, Vésteinn og Breki í hópkata 11-12 ára.
Unglingameistaramótið í Kata fór fram sunnudaginn 11. mars í Íþróttahúsinu Varmá. 12 keppendur frá KFR tóku þátt og náðu nokkrir sér í verðlaun á mótinu. Goði Ómarsson fékk gull í sínum flokki, Elías Snorrason og Snæbjörn Ólafsson, silfur í sínum flokkum og Sverrir Magnússon brons. Einnig náði hópkatalið skipað Goða, Sigurði og Snæbirni brons í sínum flokki.
Goði Ómarsson tekur þátt í Sænska bikarmótinu í kata.
Íslandsmeistaramót í kata fór fram laugardaginn 14. apríl í íþróttahúsi Hagaskóla. 4 keppendur frá KFR tóku þátt en unnu ekki til verðlauna.
Sensei George Andrews kemur og er með æfingabúðir 2. – 6. maí. Haldin er Dangráðun með honum. Þrír félagsmenn náðu Dan-gráðu og þrír hækkuðu um gráðu. Matthías B. Matthíasson Sandan, Mímir Völundarson Nidan, Reinharð Reinharðsson Nidan, Odd Stefan Þórisson Shodan,
Jóvan Kujundzig Junior Shodan og Vésteinn Þrymur Ólafsson Junior Shodan .
Þriðja og síðasta GrandPrix mótið veturinn 2006-2007 haldið 19. maí. Snæbjörn Valur Ólafsson sigraði í kumite pilta fæddir 1992 og varð í öðru sæti í kata táninga fædd 1992. Goði Ómarsson sigraði í kumite pilta fæddir 1991 og varð í öðru sæti í kata táninga fædd 1991.
Finnur Þorgeirsson stóðst Nidan gráðun 2. júní hjá Morio Higaonna, 9. Dan, í Okinawa.
Sensei Morio Higaonna var veitt 10. Dan gráða af kennara sínum, Sensei An’ichi Miyagi, 5. september.
Íslandsmeistaramót Unglinga í kumite 2007 fór fram í Smáranum, Kópavogi, sunnudaginn 28. október. 8 keppendur frá KFR tóku þátt og lentu 3 keppendur í 12 ára flokki í þremur efstu verðlaunasætunum. Jóvan Kujundzik er Íslandsmeistari unglinga í kumite í flokki 12 ára.
Föstudaginn 7. desember var gráðun fyrir fullorðna iðkendur og tóku þrír Shodan auk annarra sem stóðust kyu gráður. Nýir Shodan hjá félaginu eru Böðvar Björnsson, Þorkell Guðmundsson og Þórir Már Jónsson.
2008
32 keppendur frá Íslandi, þar af 8 keppendur frá KFR tóku þátt í Opna Skandinavíska karatemótinu í Osló sem var haldið laugardaginn 26. janúar í Bygdöy Sportshall. Góður árangur náðist þar en Jovan Kujundzik náði bronsi í sínum flokki og Snæbjörn Valur Ólafsson bronsi í sínum flokki. Snæbjörn tók einnig þátt í liðakeppninni með tveimur strákum frá Breiðablik og gekk þeim vonum framar og náðu bronsi í liðakeppninni. Ólafur Helgi Hreinsson fór með drengjunum sem þjálfari og Reinharð Reinharðsson var dómari á mótinu.
Íslandsmeistaramót barna 12 ára og yngri í kata fór fram í Íþróttahúsi Breiðabliks sunnudaginn 10. febrúar. 15 keppendur frá KFR tóku þátt í mótinu.
Íslandsmeistaramót unglinga í KATA fór fram í Íþróttahúsinu Austurbergi 24. febrúar. Um 12 keppendur frá KFR tóku þátt í einstaklingskeppni og 4 hópkatalið og það var Karatefélag Reykjavíkur sem stóð uppi sem sigurvegarar í heildarstigakeppni félaga með 23 stig.
Verðlaunahafarnir með félagsbikarinn.
Aðalfundur Karatefélags Reykjavíkur var haldinn mánudaginn 25. febrúar í æfingasal félagsins.
Mímir Völundarson var endurkjörinn formaður og tveir nýir menn voru kjörnir í stjórn, þeir Jóhannes Númason og Matthías B. Matthíasson.
Íslandsmeistaramótið í Kata 2008 fór fram laugardaginn 8. mars í Íþróttahúsinu Hagaskóla. 3 keppendur frá KFR tókur þátt í mótinu, þeir Goði Ómarsson, Sigurður Hafsteinn Jónsson og Snæbjörn Valur Ólafsson. Goði náði bestum árangri í kata karla, en hann vann til bronsverðlauna og í hópkata unnu þeir saman til silfurverðlauna.
3. GrandPrix mót KAÍ 2007-2008 var haldið laugardaginn 3. maí í Fylkishöllinni, Árbæ. Nokkrir keppendur frá KFR hafa tekið þátt í mótaröðinni í vetur og stóðu sig með ágætum á mótunum. Þeir sem unnu til fyrstu verðlauna frá KFR eru í Kata 12 ára barna fædd 1995, 1.-2. sæti Jovan Kujundzic og Vésteinn Þrymur Ólafsson, Kumite drengja 12-13 ára f. 1994-95 léttari,
1. sæti Vésteinn Þrymur Ólafsson og Kumite pilta 14-15 ára f. 1992-93 þyngri, 1. sæti Snæbjörn Valur Ólafsson.
Gráðun fullorðinna fór fram föstudaginn 9. maí og fóru um 20 í gráðunina. Stóðust allir og tveir luku shodan gráðu. Þeir Kristinn Ólafsson og Sigurður Hafsteinn Jónsson.
Sensei Chris de Wet 5. Dan IOGKF var með æfingabúðir á Íslandi dagana 13. – 17. maí í tilefni af 35 ára afmæli KFR á árinu. Um 30 iðkendur tóku þátt í æfingunum sem lauk með 2 daga æfingabúðum á Selfossi sem Ingólfur Snorrason skipulagði. Þökkum við honum kærlega fyrir. Mánudaginn 19. maí bauð Sensei Chris upp á hálfan annann tíma af gólfglímu!
Keppendur frá KFR gerðu góða ferða á UM í kumite sem haldið var í Fylkishöllinni sunnudaginn 19. október. 10 keppendur frá KFR tóku þátt. Þrír Íslandsmeistaratitlar unnust en þeir Vésteinn Þrymur Ólafsson, Elías Snorrason og Snæbjörn Valur Ólafsson unnu sína flokka.
Gráðun fullorðinna fór fram fimmtudaginn 11. desember og fóru um 20 í gráðunina. Stóðust allir og tveir luku shodan gráðu. Þær Brynja Björg Halldórsdóttir og Valgerður Þráinsdóttir.
2009
Sensei Georg Andrews var með æfingabúðir hjá Karatefélaginu dagana 26. – 28. febrúar.
Góður árangur á Íslandsmeistaramótinu í kata 2009. Hópkatalið KFR, skipað Goða, Snæbirni og Sigurði, endurtók leikinn frá í fyrra og varð í öðru sæti á ÍM í kata sem fram fór í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 28. mars.
Jovan Kujundzic keppir á Krokoyma Cup í þýskalandi. Stendur sig vel en vinnur ekki til verðlauna.
Tveir keppendur frá KFR unnu sína flokka á GrandPrix mótaröð KAÍ veturinn 2008 – 2009. Jóvan Kujundzic og Elías Snorrason. Einnig unnu til verðlauna þau Eva Fejrö Kjartansdóttir, Snæbjörn Valur Ólafsson og Vésteinn Þrymur Ólafsson.
Nýir svartbeltara hjá KFR og Fylki. Um 20 unglingar og fullorðnir þreyttu gráðupróf föstudaginn 16. maí. Þrír tóku Senior Shodan gráðu og sjö tóku Junior Shodan gráðu.
Goði Ómarsson, Sindri Jónsson og Slawomir Koziel Shodan.
Eva Farjö Kjartansdóttir, Jóhannes Gauti Óttarsson (Fylkir) og Jónas Atli Gunnarsson (Fylkir) Shodan Junior.
Bergþór Vikar Gunnarsson (Fylkir), Nadía Eir Kristinnsdóttir, Snorri Fannar Gylfason og Tómas Farjö Kjartansson Shodan Junior ho.
25. European Gasshuku var haldið í Stokkhólmi dagana 27. – 31. júlí í sumar. Tveir þjálfara frá félaginu tóku þátt í æfingunum, þeir Ólafur Helgi Hreinsson, 3. Dan og Reinharð Reinharðsson, 2. Dan. Helstu þjálfara á æfingabúðunum voru Sensei Morio Higaonna, Sensei Bakkies Laubscher og Sensei Tetsuji Nakamura auk úrvals frá Evrópu. Æft var 3 – 4 tíma á dag í 5 dag undir handleiðslu áðurnefndra þjálfara.
Ólafur og Reinharð með yfirþjálfurunum.
Íslandsmeistarmót fullorðinna í kumite 2009 var haldið laugardaginn 7. nóvember í Íþróttahúsi Breiðabliks, Smáranum, Kópavogi. 3 keppenur frá KFR tóku þátt. Elías Snorrason og Goði Ómarsson unnu til silfurverðlauna í sínum flokkum.
KFR og hópur karateiðkenda í Hveragerði stóðu fyrir æfingabúðum sunnudaginn 22. nóvember. Æfingarnar fóru fram í kapellunni í Heilsuhæli NLFÍ. Atli Erlendson og Ólafur Helgi Hreinsson sáu um kennsluna en 12 iðkendur tóku þátt í þeim.
Þökkum við Andrési í Hveragerði fyrir að skipuleggja æfingabúðirnar.
Þáttakendurnir með kennurum í lok æfingabúðanna.
Formenn KFR 2000 – 2010.
Reinharð Reinharðsson 2000 – 2006
Mímir Völundarson 2006 – 2010